Roger Waters

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Roger Waters

George Roger Waters (f. 6. september 1943) er enskur tónlistarmaður, þekktastur fyrir að hafa verið í og skrifað mörg frægustu lög hljómsveitarinnar Pink Floyd.

Waters fæddist í Great Bookham í Surrey á Englandi. Faðir hans dó í seinni heimsstyrjöldinni þegar Waters var 5 mánaða og hefur föðurmissirinn haft mikil áhrif á skrif hans.

Árið 1985, eftir tæp tuttugu ár með Pink Floyd, ákvað Waters að hætta í hljómsveitinni og vildi þá meina að hljómsveitin og hinir meðlimir hennar myndu einnig leggja upp laupana, þar sem hann væri að eigin sögn aðallagahöfundur hljómsveitarinnar. Svo fór þó ekki þar sem meðlimirnir sem eftir urðu, David Gilmour og Nick Mason,[a] vildu ekki hætta með hljómsveitina. Hófust þá harðvítugar deilur, þar sem Waters reyndi að koma í veg fyrir að Gilmour og Mason gætu notað nafnið Pink Floyd. Sættir um þetta náðust þó á endanum, en ekki var hægt að segja það sama um vinskap meðlimanna. Í júlí 2005 komu þeir félagar saman á svið í fyrsta sinn í 24 ár, en það var á Live 8 tónleikunum.

Fjölskylda[breyta | breyta frumkóða]

Waters er þrígiftur og á þrjú börn.

Neðanmálsgreinar[breyta | breyta frumkóða]

  1. Rick Wright hætti í hljómsveitinni eftir að The Wall hljómleikaferðinni lauk. Hann byrjaði þó aftur við upptökur á A Momentary Lapse of Reason
  Þetta æviágrip sem tengist tónlist er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.