Rifbein

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Brjóstkassi mannsins.

Rifbein eða rif eru þunn, flöt og bogin bein sem umlykja brjósthol manna og sumra dýra og verja líffæri fyrir hnjaski. Þau mynda brjóstkassann en hann samanstendur af 24 rifbeinum, 12 á hvorri hlið. Þessi 12 pör rifbeina skiptast í þrjá flokka, fyrstu sjö pörin eru heilrif sem festast við hrygginn að aftan og við bringubeinið að framan. Þau festast við bringubeinið um geislung úr brjóski. Næstu þrjú rifjapörin eru skammrif en þau eru styttri en heilrifin og tengjast hryggnum að aftan en tengjast ekki bringubeini að framan heldur neðsta heilrifinu. Síðustu tvö pör rifbeina kallast lausarif og þau eru minni og tengjast eingöngu hryggnum að framan.

Beinserkur er skapnaður sem lýsir sér þannig að rifjahylkið nær niður á mjaðmarbein (þ.e. ekkert bil á milli mjaðmanna og rifjanna).´Áður fyrr þótti beinserkur merki um hreysti og styrkleika, þó menn gætu tæpast beygt sig. Var þá til dæmis sagt: Sveinn var karlmenni mikið, kallað hann hefði beinserk. Beinserkur hefur þó síðan verið notað í yfirfærðri merkingu um stirðleika og fornaldarbrag, sbr: Þetta var úreltur vísindastíll, sem lá eins og beinserkur utan um hugsunarhátt gömlu háskólamannanna.

Eitt og annað[breyta | breyta frumkóða]

  • Samkvæmt biblíunni var Eva sköpuð úr rifbeini Adams. Segir svo í Fyrstu Mósebók: Þá lét Drottinn Guð fastan svefn falla á manninn. Og er hann var sofnaður, tók hann eitt af rifjum hans og fyllti aftur með holdi. Og Drottinn Guð myndaði konu af rifinu, er hann hafði tekið úr manninum, og leiddi hana til mannsins.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
  • „Hvað er maðurinn með mörg rifbein og rifbein?“. Vísindavefurinn.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.