Reyerít
Útlit
Reyerít er steind í zeólítaflokknum.
Lýsing
[breyta | breyta frumkóða]Reyerít er hvítt, matt. Með gler- eða daufan skelplötugljáa. Blaðlaga og kristallarnir mynda smáar flögur. Fljótt að molna niður.
- Efnasamsetning: (Na,K)2Ca14(Si,Al)24O58(OH)8 • 6H2O
- Kristalgerð: hexagónal
- Harka: 3½-4½
- Eðlisþyngd: 2,54-2,58
- Kleyfni: góð á einn veg
Útbreiðsla
[breyta | breyta frumkóða]Fágætt, þó að finna í holufylltu basalti í analsím- og mesólít-skólesít beltunum. Má finna í samfloti við gýrólít og analsím.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- Kristján Sæmundsson og Einar Gunnlaugsson (1999) Íslenska steinabókin. ISBN 9979-3-1856-2