Mikael (biskup)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Mikael var danskur biskup í Skálholti á 14. öld. Hann hafði verið embættismaður í páfagarði en kom til Íslands 1383 eða 1385 með biskupsvígslu.

„Þá urðu hér á landi sýsludeilur miklar, og margar nýjungar gjörðar af Michael biskupi“, segir í Árbókum Espólíns við árið 1386. Sumarið eftir fór biskupinn til Austfjarða og í þeim leiðangri tók hann völdin af Þorgerði abbadísi í Kirkjubæ en vígði Halldóru Runólfsdóttur í staðinn en hún var svipt völdum stuttu síðar. Mikael fór til Danmerkur og sagði af sér biskupsdómi 1391 „og hafði hann verið til lítilla nytsemda“.


Fyrirrennari:
Oddgeir Þorsteinsson
Skálholtsbiskup
(13821391)
Eftirmaður:
Vilchin Hinriksson


  Þetta æviágrip sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.