Marteinn (skólameistari á Hólum)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Marteinn var danskur maður sem var skólameistari í Hólaskóla á 7. áratug 16. aldar. Ekki er vitað hvort hann tók við af Lárentíusi, fyrsta skólameistaranum, eða hvort einhver kom á milli þeirra.

Vitað er að Marteinn var skólameistari í Hólaskóla veturinn 1568-1569 því að sumarið 1569 sleppti hann skólameistaraembættinu af því að honum þótti það of illa launað og hélt síðan til Danmerkur. Annað er ekki um hann vitað. Guðbrandur Þorláksson tók við af honum og stýrði skólanum næsta árið.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • „„Skólameistaratal á Hólum í Hjaltadal". Norðanfari, 25.-26. tölublað 1882“.
  • „„Saga latínuskóla á Íslandi til 1846". Tímarit hins íslenska bókmenntafélags, 14.árgangur 1893“.