Beinagrind mannsins
Útlit
(Endurbeint frá Mannbeinagrindin)
Beinagrind mannsins er hluti stoðkerfis mannslíkamans gegnir eftirfarandi hlutverkum:
- Hún heldur líkamanum uppréttum
- Hún styður við vefi og líffæri
- Hún verndar lífsnauðsynleg líffæri
- Bein hennar flytja til vöðvakrafta
- Rauði beinmergur beinanna framleiðir blóðfrumur
- Beinin eru forðabúr fyrir kalk- og fosföt.
Flokkun
[breyta | breyta frumkóða]Mannbeinagrindinni er gjarnan skipt í tvo flokka beina:
- Möndulhluta, sem er höfuðkúpa, hryggsúla, rifbein og bringubein
- Viðhengishluta, en honum tilheyra efri og neðri útlimir, axlagrindur og mjaðmagrind, að undanskildu spjaldbeininu.
Stutt yfirlit yfir þau bein sem eru á myndinni til hliðar:
Íslenskt heiti beins | Latnesk heiti beins | Stutt lýsing | Hlutverk |
Viðbein | Clavicula | Frekar lítið bein, myndar S-línu | Tengir herðablað og bringubein og tekur þátt í myndun axlarliðs |
Lærleggur | Femur | Stærsta bein líkamans, á því er væg sveigja | |
Dálkur | Fibula | Veitir vöðvafestu og er veigaminna beinið í fótleggnum | |
Upphandleggsbein | Humerus | Lengsta og stærsta bein í efri útlim | |
Geislabein | Radius | Staðsett þumalsmegin í framhandlegg. Bugða liggur eftir endilöngu beininu | |
Herðablað | Scapula | Flatt að hluta, þríhyrnt | |
Öln | Ulna | Litla fingurs megin í framhandlegg | |
Hnéskel | Patella | ||
Sköflungur | Tibia | Stórt bein í fótlegg | |
Bringubein | Os sternum | Það veitir hjartanu vernd og festir framenda rifjanna. Blóðmergur beinsins framleiðir mikið af rauðum blóðkornum |