Móses

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Málverk af Móse eftir Jusepe de Ribera frá 1638.

Móses (latína Moyses, hebreska מֹשֶׁה, Mōšeh; gríska Mωυσής í bæði septúagintunni og nýja testamentinu; arabíska موسىٰ, Mūsa; ge'ez ሙሴ, Musse) var hebreskur trúarleiðtogi, lögmaður, spámaður og herstjóri sem var uppi á 13. öld f.Kr. Hefð er fyrir því að eigna honum Mósebækurnar eða Torah, fyrstu fimm bækur gamla testamentisins. Hann er líka mikilvægur spámaður í gyðingatrú, kristni, íslam, bahá'í, mormónatrú, rastafaratrú og mörgum öðrum trúarbrögðum. Samkvæmt Annarri Mósebók var hann sonur hebreskrar móður sem faldi hann þegar faraó skipaði svo fyrir að öll nýfædd hebresk sveinbörn skyldu drepin og var síðan ættleiddur af egypsku konungsfjölskyldunni. Eftir að hafa drepið egypskan þrælastjóra flúði hann og gerðist fjárhirðir. Guð skipaði honum að frelsa hina hebresku þræla og leiða þá til þess lands sem hann hafði heitið þeim. Eftir að Guð hafði látið plágurnar tíu ganga yfir Egypta leiddi Móses þá burt frá Egyptalandi og gegnum Rauðahafið. Eftir það reikuðu þeir um eyðimörkina í 40 ár. Hann kom ekki sjálfur til fyrirheitna landsins þó sagt sé að hann hafi orðið 120 ára gamall.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.