Ludwik Fleck
Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipediu. |
Ludwik Fleck (11. júlí, 1896 - 5. júní, 1961) var pólsk-ísraelskur læknir, líffræðingur sem þróaði á þriðja áratug tuttugust aldar hugmyndina um samansafn hugmynda (þ. Denkkollektiv).
Ludwik öðlaðist læknisgráðu fyrir rannsóknir sínar á mislingum við Háskólann í Lvov og sérhæfði sig í örverufræði í Vín en átti einnig eftir að láta að sér kveða á öðru sviðum vísindanna, vísindaheimspekinni. Hann birti yfir 130 greinar um hin ýmsu efni í læknisfræði og þar að auki þróaði hann bólusetningu gegn mislingum á meðan Pólland var hernumið af Þjóðverjum. Hann var sendur í útrýmingarbúðirnar Auschwitz og Buchenwald í tvö ár meðan á síðari heimsstyrjöldinni stóð. Eftir stríð var hann virkur á sviði vísindanna og flutti frá Póllandi til Ísrael, þar sem hann lést árið 1961[1].
Fleck kom með upphaflegu kenninguna um hugsunarstíl (e. thought styles) og samansafn hugmynda (e. thought collectives) sem hann gaf út á þýsku árið 1935 í bókinni Entstehung und Entwicklung einer wissenschaftlichen Tatsache: Einfuehrung in die Lehre vom Denkstil und Denkkollektiv, en hún fjallaði um uppruna vísindalegra staðreynda. Þetta varð eina bók hans í vísindaheimspeki og fyrst um sinn fékk kenning hans lítinn hljómgrunn meðal vísindaheimspekinga[2] [3].
Um kenningu Ludwik Fleck
[breyta | breyta frumkóða]Það var algeng skoðun í byrjun tuttugustu aldarinnar að fólk myndaði eða samþykkti skoðanir af ýmsum toga út frá sálfræðilegum eða félagslegum ástæðum. Viðhorf til trúar eða heimspekilegra viðhorfa eru afleiðingar þvinganna frá félagslegum uppbyggingum samfélaga og hagfræðilegra hagsmuna þeirra, sem hafa síðan áhrif á hugsanir einstaklinga innan samfélagsins. Þegar kemur að vísindum hins vegar ættu hlutirnir að vera öðruvísi. Innihald vísindalegra kenninga eiga að standa fyrir utan sálfræðilegra-og félagsfræðilegra þátta og ákveðið af rökfræði og reynslu, með aðleiðslu og/eða afleiðslu[4].
Grafið hafði verið undan þeirri sannfæringu um afgerandi hlutverk rökfræði og reynslu með hefðbundinni heimspeki í lok 19. aldarinnar. Ludwik Fleck var á þeirri skoðun að raunveruleikann væri hægt að útskýra á marga vegu en hafnaði því að við værum frjáls til að velja sjálf á milli fræðilegra hluta. Einnig væru valmöguleikar okkar á sviði trúar eða heimspeki ákveðnir með félagslegum hætti og það ætti einnig við um greiningar okkar á vexti þekkingar, m.o.ö. það sem kallast vísindi. Sögulegar rannsóknir á uppruna og þróun mislinga var eitt af því sem sannfærði hann um sumir þættir í þekkingu okkar, helstu grundvallaratriðin, séu samþykkt, þeim breytt eða hafnað, út frá áhrifum þeirra samfélaga sem vísindamennirnir sjálfir starfa í. Það sé nauðsynlegt fyrir vísindalega þekkingu að þess konar þekking sé þróuð af samfélögum, hugsunar samfélögum, frekar en af einstaka rannsakara[5].
Samansafn hugmynda er lýst sem samfélagi fólks sem sameiginlega skiptist á hugmyndum eða viðheldur vitsmunalegum samskiptum. Það hefur sína eigin uppbyggingu sem veitir okkur þekkingu um ákveðin einkenni þess og ákveður þróun sína í þokkabót. Þannig eru til frekar litlir og óþekktir hópar af sérfræðingum en miklu stærri og vel þekktir hópar af kennurum og fólki sem notast við vísindalegar þekkingar í raun og veru[6].
Hugmyndastíll er skynjun sem er leiðbeind með andlegri og hlutlægri aðlögun á því sem þegar hefur verið skynjað. Það er ekki auðvelt að þjálfa fólk inn í hugmyndastíl. Nemendur ná færni í að beita sumum meginreglum en breytt viðhorf til þeirra kemur ekki til greina. Ef þeir samþykkja ekki þau viðhorf sem eru kunnug öllum nemendunum um eitt ákveðið atriði, sem er hluti af samansafni hugmynda, og ef þau ná ekki sömu færni og aðrir, þá verða þeir ekki viðurkenndir af samfélaginu. Nemendur fara þannig í gegnum ákveðið upphafsferli sem sýnir þeim inn í hóp þar sem allir hugsa á sama hátt. Ágreiningur er mögulegur um ákveðna „umsækjendur“ inn í hópinn en ekki um grundvallaratriðin sjálf. Það er ástæðan fyrir því að það sem hópurinn trúir lítur út fyrir að vera svo augljóst fyrir nemendurna[7].
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. mars 2012. Sótt 17. mars 2012.
- ↑ http://www.whatislife.com/reviews/fleck.htm
- ↑ „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. mars 2012. Sótt 17. mars 2012.
- ↑ „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. mars 2012. Sótt 17. mars 2012.
- ↑ „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. mars 2012. Sótt 17. mars 2012.
- ↑ „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. mars 2012. Sótt 17. mars 2012.
- ↑ „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. mars 2012. Sótt 17. mars 2012.