Lerki

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Lerki
Larix decidua að hausti
Larix decidua að hausti
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Skipting: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Lerki
Miller
Tegundir

12; sjá grein

Lerki eða barrfellir er sumargrænt barrtré sem vex einkum á norðurhveli jarðar eða til fjalla á suðlægari slóðum. Lerki er mjög ráðandi í barrskógum Kanada og Rússlands.

Lerki á Íslandi[breyta]

Síberíulerki (Larix sibirica) hefur frá því snemma á 20. öld verið notað til skógræktar á Íslandi.

Rússalerki (Larix sukaczewii), náskylt síberíulerki eða afbrigði af sömu tegund, hefur mestmegnis tekið við af því frá um 1980 en síberíulerkið er viðkvæmara fyrir íslensku loftslagi og sjúkdómum[1] Rússalerki er nú eitt algengasta skógræktartré á Íslandi og hefur náð yfir 20 metra hæð.

Evrópulerki (Larix decidua) Hefur einnig verið notað á Íslandi. Tré af þeirri ætt, staðsett í Hólavallakirkjugarði, var útnefnt borgartré Reykjavíkur árið 2011. [2] Elstu eintök sem vitað er um eru í Mörkinni, Hallormsstað, sáð um 1904. Einnig eru um aldargömul tré í Skrúði í Dýrafirði og á Akureyri. [3] Evrópulerki verður oft kræklótt og bugðótt með stóra krónu hér á landi. [4]

Blendingur af evrópulerki og rússalerki, Hrymur, hefur verið þróaður hjá Skógrækt ríkisins. [5]

Tegundir[breyta]

Um 10 til 14 tegundir eru í ættkvíslinni, en þær sem merktar eru með „*“ eru ekki allar viðurkenndar.

Evrasískar[breyta]

Norður-amerískar[breyta]

Tilvísanir[breyta]

Tenglar[breyta]