Leiðarvísir í ástamálum I. karlmenn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Leiðarvísir í ástamálum: I. karlmenn

Leiðarvísir í ástamálum I. karlmenn er bæklingur eftir Ingimund Sigurðsson sem var upprunalega gefinn út af Nýja Bókafélaginu árið 1922 og prentaður af Félagsprentsmiðjunni, og svo endurútgefinn 25. júlí 2007 af Project Gutenberg, enda þá ekki lengur vernduð af höfundarétti, Jóhannes Birgir Jensson sá um þá útgáfu.

Í bæklingnum kemur fram hvernig karlmenn eiga að haga sér til að vinna sér hylli heiðvirðra kvenna. Honum er skipt í fjórtán hluta, þar af einn inngang, níu um það hvernig karlmaður á að haga ýmsu í fasi sínu og fjóra aðra hluta um hvernig velja á sér maka, hvenær karlinn megi ganga í hjónaband og hvernig góður eiginmaður eigi að haga sér.

Bæklingurinn var gefinn út á sama tíma og annar fyrir kvenfólkið, Leiðarvísir í ástamálum II. fyrir ungar stúlkur af ástmey Ingimundar.

Hlutar[breyta | breyta frumkóða]

Formáli[breyta | breyta frumkóða]

Í þessum hluta sem er inngangur bæklingsins kemur fram tilgangur hans sem er „er sú von, að með því kunni mér að takast að koma í veg fyrir einn eða fleiri hjónaskilnaði, ef menn hlýta mínum ráðum. Eg hefi, sem sé, veitt því eftirtekt, að árlega fjölgar hjónaskilnuðum, bæði til sveita og í kaupstöðum, en þó einkum hér í Reykjavík.“.

Hvernig vinna skal hylli kvenna[breyta | breyta frumkóða]

Í þessum hluta kemur það fram að hreint hjartalag og góð sál er hið allra mikilvægasta sem karlmaður getur boðið.

Mannorð[breyta | breyta frumkóða]

Lögð er gríðarleg áhersla á að viðhalda óflekkuðu mannorði, sem og minnst á heilsutjón sem getur orðið ef lag er lagt við vændiskonur. Nefnt er að vanda val á vinum og að sniðganga slæpingja.

Viðmót og framkoma[breyta | breyta frumkóða]

Sá, sem er þögull og þunglamalegur vinnur aldrei hylli kvenna, þótt hann sé fríður sýnum. Þær halda, að hann sé heimskur — og heimskuna hatar kvenþjóðin!

Kurteisi[breyta | breyta frumkóða]

Línur lagðar í almennri kurteisi, svo sem í hvaða röð kona og karl skulu ganga upp og niður stiga og hvernig á að heilsa.

Íþróttir[breyta | breyta frumkóða]

Mælt er með íþróttaiðkun til að herða líkamann sem muni vekja eftirtekt kvenna, þó er varað við knattsparkinu þar sem menn verða svo einhliða að þeir geti um lítið annað talað, frekar er mælt með glímu, sundi og leikfimi.

Hreinlæti og klæðaburður[breyta | breyta frumkóða]

Almenn ráð um að halda sér sómasamlegum í útliti.

Mentun[breyta | breyta frumkóða]

Lögð áhersla á að menn lesi sér til og myndi sér sjálfstæðar skoðanir á líðandi málefnum, varast er við því að hreykja sér af þekkingu þinni með því að gaspra um fátt annað á mannamótum.

Dans o. fl.[breyta | breyta frumkóða]

Nefnt að dansfimi og söngur heilli kvenfólk.

Meira um kurteisi[breyta | breyta frumkóða]

Almennir borðsiðir og hvernig haga skal röðinni þegar kynna á fólk.

Að velja konuefnið[breyta | breyta frumkóða]

Stærsti kaflinn enda um mikilvægt skref að ræða. Lögð mikil áhersla á að kynna sér allt hið góða og slæma sem verðandi konuefni hefur að geyma, og ekki má gleyma því að kynna sér ættir og fjölskyldu hennar. Varað við ýmsum atriðum sem geta valdið togstreitu milli ólíkra hjóna.

Að biðja sér konu[breyta | breyta frumkóða]

Lögð áhersla á að gera það augliti til auglitis, ekki nota símskeyti eða póst. Tekið fram að stundum þurfi að bera bónorð upp oftar en einu sinni til að fá jákvætt svar.

Hvenær þú mátt kvongast[breyta | breyta frumkóða]

Mælt með því að ganga ekki í hjónaband fyrr en maður geti staðið undir heimilisrekstri.

Hvernig góður eiginmaður á að vera[breyta | breyta frumkóða]

Dyggðir nefndar, aldrei skal geyma leyndarmál fyrir konunni og reyna að létta henni lífið við heimilisstörf.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]