Le Petit Vingtième
Útlit
Le Petit Vingtième var vikulegt fylgirit belgíska dagblaðsins Le Vingtième Siècle á árunum 1928 – 1940. Teiknimyndasögur Hergés um Tinna og Palla og Togga birtust fyrst í þessu riti. Það hætti útgáfu við innrás Þjóðverja í Belgíu. Blaðið var prentað í svart-hvítu.
Í tengslum við dagblaðið var stofnuð bókaútgáfa, Les éditions du Petit Vingtième, sem gaf út fyrstu þrjár Tinnabækurnar og tvær bækur um Palla og Togga en hætti síðan starfsemi og seldi útgáfuréttinn til Casterman árið 1934.
Tinnaútgáfur
[breyta | breyta frumkóða]- Tinni í Sovétríkjunum birtist frá 10. janúar 1929 til 8. maí 1930
- Tinni í Kongó birtist frá 5. júní 1930 til 11. júlí 1931
- Tinni í Ameríku birtist frá 3. september 1931 til 20. október 1932
- Vindlar faraós birtist (sem Tinni í Austurlöndum) frá 8. desember 1932 til 2. ágúst 1934
- Blái lótusinn birtist frá 9. ágúst 1934 til 17. október 1935
- Skurðgoðið með skarð í eyra birtist frá 5. desember 1935 til 25. febrúar 1937
- Svaðilför í Surtsey birtist frá 15. apríl 1937 til 16. júní 1938
- Veldissproti Ottókars konungs birtist (sem Tinni í Syldavíu) frá 4. ágúst 1938 til 10. ágúst 1939
- Svarta gullið birtist frá 28. september 1939 til 8. maí 1940 (lauk ekki útgáfu)