LYS (siglingar)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

LYS (skammstöfun fyrir Leading Yardstick, áður Lidingö Yardstick) er forgjafarkerfi notað í siglingakeppnum, aðallega á Norðurlöndunum. Sænski skútuhönnuðurinn Lars-Olof Norlin þróaði þetta kerfi árið 1970 og byggði það á úrslitum siglingakeppninnar Round Lidingö Race.

LYS-forgjöf virkar þannig að sigldur tími er margfaldaður með forgjöfinni til að fá út leiðréttan tíma. Bátur með LYS 1.3 þarf því að sigla 30% hraðar en bátur með 1.0 til að lenda í sama sæti.

LYS-tölur eru reglulega endurskoðaðar af samnorrænu ráði og gefnar út á vefsíðunni seiling.org. Forgjöfin byggist á úrslitum keppna og getur því tekið breytingum milli ára. Miðað er við að bátur með 4,5 hnúta meðalhraða í vindi sem er 5 metrar á sekúndu væri með LYS-töluna 1.0.

Ytri tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.