Siglingakeppni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Strandsiglingakeppni í Sydney-höfn í Ástralíu.
Keppni í siglingum á Laser-kænum.

Siglingakeppni eða kappsigling er keppni í siglingum þar sem seglbátar (kænur, kjölbátar eða seglbretti) eigast við. Siglingakeppnir greinast í strandsiglingakeppnir sem fara fram nálægt landi, oft í kringum baujur eða eyjar, og úthafssiglingakeppnir þar sem keppt er á löngum siglingaleiðum. Siglingakeppnir geta verið forgjafarkeppnir milli báta af ólíkum gerðum eða klassakeppnir milli báta af sömu tegund eða sem uppfylla sömu hönnunarviðmið. Tvíliðakeppnir eru siglingakeppnir þar sem aðeins tveir sams konar bátar keppa sín á milli, oftast nokkrar umferðir.

Formlegar siglingakeppnir eru haldnar samkvæmt Alþjóðlegu kappsiglingareglunum sem Alþjóðasiglingasambandið gefur út. Siglingakeppnir eru haldnar af siglingafélögum sem eru aðilar að siglingasambandi viðkomandi lands.

Eftir flokki[breyta | breyta frumkóða]

Flotakeppni[breyta | breyta frumkóða]

Flotakeppni er keppni milli þriggja eða fleiri báta þar sem keppt er um að komast tiltekna braut á sem skemmstum tíma (leiðrétt með forgjöf ef um forgjafarkeppni er að ræða). Stigagjöf er þá oftast þannig að 1. sæti gefur 1 stig, 2. sæti 2 stig o.s.frv. og sá bátur sem hefur fæst stig eftir allar sigldar umferðir sigrar. Dæmi um slíka keppni er Cowes Week á Isle of Wight í Bretlandi þar sem allt að þúsund bátar taka þátt.

Tvíliðakeppni[breyta | breyta frumkóða]

Í tvíliðakeppni eru oftast tveir eins bátar sem keppa og oftast nokkrar umferðir. Í sumum tvíliðakeppnum er gert ráð fyrir dómara, ólíkt öðrum siglingakeppnum, sem gefur keppendum til kynna ef þeir brjóta reglurnar. Stundum skiptast liðin á að sigla öðrum hvorum bátnum til að tryggja jafnræði á milli þeirra. Þekktasta dæmið um tvíliðakeppni í siglingum er Ameríkubikarinn.

Liðakeppni[breyta | breyta frumkóða]

Í liðakeppni keppa tvö lið með nokkra báta hvort. Sniðið er svipað og í flotakeppni fyrir utan það að liðið safnar stigum einstakra báta og það lið sem er með fæst stig sigrar. Bátar í sama liði geta því unnið saman í keppninni. Algengast er að keppa á kænum sömu gerðar.

Eftir lengd brautar[breyta | breyta frumkóða]

Strandsiglingakeppnir[breyta | breyta frumkóða]

Úthafssiglingakeppnir[breyta | breyta frumkóða]

Forgjafarkerfi[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.