Siglingakeppni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Strandsiglingakeppni í Sidney-höfn í Ástralíu.

Siglingakeppni eða kappsigling er keppni í siglingum þar sem seglbátar (kænur, kjölbátar eða seglbretti) eigast við. Siglingakeppnir skiptast í strandsiglingakeppnir sem fara fram nálægt landi, oft í kringum baujur eða eyjar, og úthafssiglingakeppnir þar sem keppt er á löngum siglingaleiðum. Siglingakeppnir geta verið forgjafarkeppnir milli báta af ólíkum gerðum og klassakeppnir milli báta af sömu tegund eða sem uppfylla sömu hönnunarviðmið. Tvíliðakeppnir eru siglingakeppnir þar sem aðeins tveir sams konar bátar keppa sín á milli, oftast nokkrar umferðir.

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina, eða með því að flokka hana betur.