Línuletur B

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Línuletur B varðveitt á leirtöflu.

Línuletur B er letur sem notað var til að skrifa forngrísku seint á bronsöld, þó nokkru áður en gríska stafrófið var fundið upp. Það féll í gleymsku með falli Mýkenumenningarinnar.

Línuletur B var atkvæðaróf, byggt á eldra myndletri og hefur um 200 tákn. Það var óráðið fram undir miðja 20. öld en á árunum 1951 til 1953 tókst þeim Michael Ventris og John Chadwick að ráða letrið. Línuletur B var þróað úr Línuletri A, sem enn er óráðið en það var ritmál mínóísku menningarinnar á Krít fyrir daga Mýkenumenningarinnar og var ekki notað til að skrifa neina forngríska mállýsku.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Ítarefni[breyta | breyta frumkóða]

  • Chadwick, John. The Mycenaean World (Cambridge: Cambridge University Press, 1976).
  • Chadwick, John. The Decipherment of Linear B (Cambridge: Cambridge University Press, 1958, 2. útg. 1990).
  • Hooker, J.T. Linear B: An Introduction (London: Bristol Classical Press, 1980).
  • Palmer, Leonard R. The Greek Language (Faber & Faber, 1980).
  • Ventris, Michael og Chadwick, John. Documents in Mycenaean Greek (Cambridge: Cambridge University Press, 1965, 2. útg. 1973).