Lífey

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Lífey (danska: Livø) er dönsk eyja í Limafirði á Norður-Jótlandi. Eyjan er um 320 hektarar á stærð og hægt er að ferðast þangað með ferju frá 1. apríl til 1. september ár hvert. Eyjan hefur verið friðuð frá árinu 1977 en byggð hefur verið þar frá steinöld. Í dag er þó engin föst byggð á eyjunni og er þar aðeins ein gata með verslun og krá. Á eyjunni er hægt að fá bjórtegund sem er sérmerkt og ber nafnið Livøl.

  Þessi landafræðigrein sem tengist Danmörku er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.