Fara í innihald

Kraftlyftingafélag Akraness

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kraftlyftingafélag Akraness
Skammstöfun KRAK
Stofnað 24. nóvember 2009[1]
Stjórnarformaður Kári Rafn Karlsson[1]
Sérsamband ÍSÍ
Kraftlyftingasamband Íslands
Héraðssamband ÍSÍ
Íþróttabandalag Akraness

Kraftlyftingafélag Akraness (KRAK) er aðildarfélag að Íþróttabandalagi Akraness og Kraftlyftingasambandi Íslands. Félagið var stofnað 24. nóvember 2009.[1]

Eftir að samþykkt var að Kraftlyftingasamband Íslands (KRAFT) mundi sækja um aðild að Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands (ÍSÍ) í desember árið 2008 hófst stofnun kraftlyftingafélaga á Íslandi.

Fljótlega barst til tals að stofna félag á Akranesi innan vébanda Íþróttabandalags Akraness (ÍA) en lítið gerðist í þeim málum. Fyrir íslandsmeistaramótið í réttstöðulyftu 2009, sem haldið var á Selfossi 22. nóvember það ár, hugðist Kári Rafn Karlsson skrá sig í Kraftlyftingadeild Breiðabliks til að geta keppt á því móti. Guðjón Hafliðason, þáverandi formaður Kraftlyftingadeildar Breiðabliks og varaformaður í stjórn KRAFT, reið þá á vaðið og hafði samband við vel valda aðila upp á Skaga um stofnun félags og hjólin fóru loks að snúast. Kári varð fyrstur til að keppa undir merkjum Kraftlyftingafélags Akraness, þó að félagið væri ekki formlega stofnað en stofnfundurinn sjálfur var haldinn tveimur dögum síðar (24. nóvember 2009).

  Þessi kraftlyftingagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. 1,0 1,1 1,2 „Um KRAK“. Sótt 13. október 2011.