Formaður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Formaður er manneskja sem hefur æðstu stöðu í nefnd eða stjórn (oft nefndur stjórnarformaður) fyrirtækis eða samtaka. Hlutverk formanns er að sjá til þess að stjórnarfundir gangi greiðlega fyrir sig og hafa lokaorðið um sumar ákvarðanir, oft er formaður andlit út á við og tekur að sér samskipti við fjölmiðla.

Á Íslandi var formaður notað um skipstjóra báta á 19. og á byrjun 20. aldar, áður en þilskip urðu útbreidd. Sem dæmi má nefna Þuríði formann en þessi notkun á orðinu vék smám saman fyrir skipstjóranum.