Kolbeinn Sigmundarson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kolbeinn Sigmundarsson var landnámsmaður í Skagafirði. Frásögn Landnámabókar um mörk landnáms hans eru óljós og í rauninni virðist hann samkvæmt henni hafa numið sama svæði og Sleitu-Björn. Líklegt er talið að í rauninni hafi hann numið allan ofanverðan Kolbeinsdal og Hjaltadal en síðar látið Hjalta Þórðarsyni Hjaltadalinn eftir.

Um landnámsjörð hans er ekki vitað. Móðir hans var systir Þorsteins svarfaðar, landnámsmanns í Svarfaðardal. Í Svarfdæla sögu segir að Kolbeinn hafi brotið skip sitt við Kolbeinsey og farist þar og hafi eyjan hlotið nafn af honum.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • „Landnámabók“.
  • Ólafur Lárusson (1940). Landnám í Skagafirði. Sögufélag Skagfirðinga.