Klámvæðing
Klámvæðing er hugtak sem vísar til ýmissa breytinga á fjölmiðlum, einkum með tilkomu alþjóðlegra sjónvarpsstöðva og internetsins, sem urðu undir lok 20. aldar og fólu í sér aukið aðgengi að klámi um leið og þær gerðu það erfitt eða ómögulegt að framfylgja takmörkunum eða banni á sölu þess. Á sama tíma urðu endalok Kalda stríðsins og þróun skipulagðrar glæpastarfsemi til þess að breyta framboði og samsetningu bæði klámútgáfu og vændis í Evrópu. Þetta hefur leitt til ótta við siðferðilega hnignun með því að kynlífsiðnaðurinn í heild verði smám saman viðurkenndur og samþykktur, ekki aðeins útgáfa klámefnis, heldur einnig hlutir eins og nektardans og vændi sem margir hafa bent á að tengist nútímaþrælahaldi (mansali) og kynbundnu ofbeldi og sumir vilja jafnvel meina að feli þetta óhjákvæmilega í sér. Oft er talað um að í tiltekinni þróun afþreyingariðnaðarins; t.d. auglýsinga, tísku og tónlistar, sjáist merki klámvæðingarinnar.
Umræða um nauðsyn þess að sporna við klámvæðingu hefur verið áberandi innan ýmissa hópa sem láta sig siðferðismál varða, t.d. trúarhópa sem tengja klámvæðinguna við almenna kynlífsvæðingu samfélagsins. Þannig hefur bandaríska útvarpskonan Laura Ingraham meðal annars gagnrýnt fólk á borð við Howard Stern og Hugh Hefner fyrir að smita bandarískt samfélag af klámi. Á Íslandi hefur umræða um klámvæðingu einkum tengst þriðju bylgju femínismans sem hefur fordæmt aukið vægi kynlífsiðnaðar í íslensku samfélagi, til dæmis með tilkomu nektardansstaða, sem ýti undir kynferðislega hlutgervingu kvenna og kynbundið ofbeldi.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- „Hvað einkennir svokallaða klámkynslóð?“. Vísindavefurinn.
- Letting Children be Children - Report of an Independent Review of the Commercialisation and Sexualisation of Childhood, opinber skýrsla breska menningarmálaráðuneytisins frá júní 2011
- “Basically... porn is everywhere”: A Rapid Evidence Assessment on the Effects that Access and Exposure to Pornography has on Children and Young People Geymt 12 júní 2013 í Wayback Machine, höfundar Miranda A.H. Horvath, Llian Alys, Kristina Massey, Afroditi Pina, Mia Scally og Joanna R. Adler fyrir umboðsmann barna í Bretlandi
- Report of the APA Task Force on the Sexualization of Girls, skýrsla Félags sálfræðinga í Bandaríkjunum um áhrif klámvæðingar á stúlkur pdf
- Sexualised goods aimed at children: a report to the Scottish Parliament Equal Opportunities Committee Geymt 26 ágúst 2011 í Wayback Machine, skýrsla fyrir skoska þingið 12. janúar 2011
- Inquiry into the sexualisation of children in the contemporary media environment Geymt 6 september 2011 í Wayback Machine, skýrsla á vegum ástralska þingsins, 2007
- The Great Porn Experiment (pdf), grein eftir Marnia Robinson í fræðitímaritinu Psychology Today, 2011
- Pornofrit miljø Geymt 18 júlí 2011 í Wayback Machine, dönsk herferð beint gegn klámi í almannarými
- Moral panic? No. We are resisting the pornification of women, grein á breska blaðið Guardian, 1. desember 2011
- Klámvæðing er kynferðisleg áreitni[óvirkur tengill], bæklingur á vegum Reykjarvíkurborgar
Íslenskar fréttir
[breyta | breyta frumkóða]- Leynilegur hópur benti á barnaklám Geymt 19 september 2010 í Wayback Machine, frétt í DV 17. september 2010
- Klámvæðing hefur alvarlegar afleiðingar fyrir karlmenn, frétt á Vísi.is 27. september 2010
- Finnst staða kvenna hafa versnað, viðtal við Þórhildi Þorleifsdóttur, fyrrverandi þingmann Kvennalistans.
- Ungum kynferðisbrotamönnum fjölgar, 5. mars 2009
- Tvær klukkustundur í að horfa á klám, 24. april 2011
- Mikil klámnotkun meðal danskra unglinga, 18. mars 2011
- Vaxandi klámvæðing dægurmenningar, 28. desember 2004
- Klámkynslóðin?, 8. júní 2011
- Klám á netinu skemmir unga karlmenn: Ófærir um að stunda eðlilegt kynlíf með „alvöru“ konum Geymt 28 október 2011 í Wayback Machine, Pressan 22. október 2011
- Piltar skoða klám og stúlkur fyrri til kynlífs[óvirkur tengill], Morgunblaðið 6. maí 2006
- Stór hluti íslenskra ungmenna telur endaþarmsmök ekki kynlíf og hátt hlutfall fær klamydíu Geymt 20 ágúst 2011 í Wayback Machine, 28. maí 2011
- Klámvædd móðurást? Geymt 18 nóvember 2011 í Wayback Machine, 16. nóvember 2011
- Skítuga kvöldið í Kópavogi, 19. nóvember 2011
- Klámvæðing og réttur einstaklinga, grein eftir Jónínu Bjartmarz og Rannveigu Guðmundsdóttir þingkonur 15. september, 2004
- 11 ára börn horfa reglulega á klám, 16. desember 2011