Keflavíkurvör

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Keflavík undir Jökli

Keflavíkurvör er forn lending og vör austast í byggðinni á Hellissandi. Frá þessari vör var róið allt frá upphafi Íslandsbyggðar og fram á sjötta áratug 20. aldar. Vörin er nefnd Keflavíkurvör undir Jökli til aðgreiningar frá Keflavíkurvör undir Bjargi sem er vestan Breiðafjarðar.

Vörin er náttúrusmíð sem hefur myndast í hrauni þannig að hrauntungur hafa ekki náð saman og mynda rennu sem er fjögurra metra breið og tuttugu metra löng. Yst og austast í rennunni er bjarg sem gerir lendingu þarna hættulega. Þegar kemur úr rennunni taka við klappir. Meðfram klöppunum hefur vörin verið hellulögð en sú hellulögn er nú horfin.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]