Karl Steingrímsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Karl Steingrímsson (oftast nefndur Kalli í Pelsinum) er íslenskur athafnamaður og hefur um árabil verið meðal umsvifamestu manna í fasteignabransanum á Íslandi. Hann er þekktastur meðal almennings sem eigandi Pelsins í Reykjavík. Hann á líka fasteignafélagið Kirkjuhvol og Sundafasteign. Skuldir og ábyrgðir félaga í eigu Karls og fjölskyldu hans vegna hina ýmsu fasteigna á þeirra snærum nema á bilinu 3 til 4 milljörðum króna samkvæmt nýjustu opinberu gögnum. [1] Í byrjun árs 2010 seldu Karl og Aron sonur hans kínverska sendiráðinu Skúlagötu 51 fyrir 870 milljónir króna. Þetta gerðu þeir á sama tíma og bönkum, sem eiga veð í húseigninni, var kynnt 575 milljóna króna tilboð frá indversku félagi. Húseignin er yfirveðsett Íslandsbanka, Arion banka og þrotabúi Glitnis og íhuga bankarnir málshöfðun gegn feðgunum. [2]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Kalli í Pelsinum grunaður um fjársvik og skuldar þrjá milljarða; af Vísi.is 20. jan. 2010
  2. „Íhuga að stefna Karli í Pelsinum; af Dv.is 15. janúar 2010“. Afrit af upprunalegu geymt þann 18. janúar 2010. Sótt 2. mars 2010.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.