Kardemommubærinn - leikrit á hljómplötu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kardemommubærinn - leikrit á hljómplötu
Bakhlið
SG - 030
FlytjandiLeikarar úr Þjóðleikhúsinu
Gefin út1970
StefnaLeikrit með söngvum
ÚtgefandiSG-hljómplötur

Kardemommubærinn er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1970.

Á henni flytja leikarar við Þjóðleikhúsið Kardemommubæinn eftir Thorbjörn Egner í uppfærslu Þjóðleikhússins frá 1960. Tónlistin er eftir Thorbjörn Egner. Hulda Valtýsdóttir þýddi leikritið og Kristján frá Djúpalæk þýddi ljóð. Hljómsveitarstjóri er Carl Billich. Leikstjóri er Klemens Jónsson og sögumaður er Jónas Jónasson.

Persónur[breyta | breyta frumkóða]

Ath. Leikritið er lítið eitt stytt svo það henti betur til flutnings á hljómplötu.

Lag úr Kardemommubænum[breyta | breyta frumkóða]

Ræningjarnir syngja um týnda hluti: Hljóðskráin "SG-030-Hvar_er_h%C3%BAfan_m%C3%ADn.ogg" fannst ekki

Textabrot af bakhlið plötuumslags[breyta | breyta frumkóða]

Kardemommubær er lítill bær, langt í burtu og það vita fáir um hann. Þar skín sólin næstum alltaf, enda gætir Tobías gamli þess að íbúar Kardemommubæjar fái alltaf gott veður. Þegar leikritið hefst erum við stödd á miðju torginu í Kardemommubæ, og Bastían bæjarfógeti syngur:

Ég er bæjarfógetinn Bastían og blíður á manninn er . . .

og það er hann svo sannarlega. Hann er meira að segja svo góður í sér, að hann vill helzt ekki taka ræningjana fasta. En ræningjarnir Kasper, Jesper og Jónatan eru helzta vandamálið í bænum, því þeir koma stundum að næturþeli og ræna bjúgum eða pylsum frá pylsugerðarmanninum eða piparkökum og hveitibrauðum frá bakaranum eða jafnvel enn öðru frá Berg kaupmanni. Annars eiga ræningjarnir þrír heima í gömlu húsi, sem stendur á eyðilegri sléttu skammt fyrir utan Kardemommubæ og það er allt á rúi og stúi heima hjá þeim, því enginn þeirra nennir að taka til. Í húsi sínu hafa ræningjarnir ljón, sem er þeim bæði til gagns og gamans. Gagnið felst semsé í því, að það þorir enginn að koma til að taka þá fasta meðan ljónið er í húsinu. Í Kardemom[m]ubæ býr líka Soffía frænka. Mörgum finnst hún skapvond, en það er hún í rauninni ekki. Hún vill bara hafa allt í röð og reglu í Kardemommubæ og finnst Bastian bæjarfógeti ekki nógu ákveðinn við þá, sem eitthvað brjóta af sér. Hjá Soffíu frænku býr Kamilla litla og henni finnst Soffía frænka nokkuð ströng fyrst hún vill ekki leyfa henni að fara á Kardemommuhátíðina en fyrir tilstilli Tomma, sem er kunningi Kamillu og Tobíasar gamla kemst Kamilla reyndar á hátíðina. Kasper, Jesper og Jónatan geta auðvitað ekki farið á hátíðina, því þá eiga þeir á hættu að verða teknir fastir. Þeir eru heima hjá sér og rífast um það hver eigi að elda matinn, en þá kemur í ljós að það er enginn matur til að elda. Þeir ákveða að ræna kven-manni til að elda mat fyrir þá og taka til á heimilinu. Þeir læðast út um nótt og ræna Soffíu frænku, en sú ferð fór öðruvísi en þeir ætluðust til, því þeir skiluðu Soffíu frænku fljótlega aftur. Þá urðu þeir að fara út að ræna mat því nú voru þeir orðnir sársvangir. En fyrir tilstilli Tomma voru þeir teknir fastir í þeirri ránsför og farið var með þá til Bastíans bæjarfógeta, sem setti þá í fangelsið ... Í fangelsinu líkaði ræningjunum svo vel, að þá fór að langa til að gerast heiðarlegir menn . . . Í lok leikritsins kemur svo í ljós hvernig þeir fá tækifæri til að vinna mikla hetjudáð í Kardemommubæ og eignast marga og góða vini. Allir fá ræningjarnir vinnu við sitt hæfi og eru þeir að lokum orðnir heiðarlegir menn.