Kóreska

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Kóreska er tungumál talað í Austur-Asíu. Það er talað af 78 milljónum manns sem gerir það af þrettánda mest talaða tungumáli heims. Ekki hefur tekist að sýna fram á skyldleika kóresku við neitt annað tungumál. Helmingur orðaforðans eru tökuorð úr kínversku.

Engin tilvísunarfornöfn eru til í kóresku og enginn greinir. Nafnorð flokkast ekki í kyn og taka engum breytingum í fleirtölu. Kóreska er ýmist rituð lóðrétt eða lárétt með han gúl-stafrófi sem hefur 40 bókstafi. 21 bókstafur táknar sérhljóð (tíu einhljóð og ellefu tvíhljóð) en nítján bókstafir tákna samhljóð, þar af tákna fimm stafir tvö samhljóð í einu. Grundvallarorðaröð er frumlag — andlag — sögn.

Elstu ritheimildir eru frá um 1100.

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina, eða með því að flokka hana betur.