John Williams

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
John Williams

John Towner Williams (f. 8. febrúar 1932) er eitt þekktasta kvikmyndatónskáld sögunnar. Hann hefur verið tilnefndur til 45 Óskarsverðlauna sem eru fleiri tilnefningar en nokkur annar hefur fengið að undanskildum Walt Disney. Hann hefur fengið 5 Óskarsverðlaun, fyrir myndirnar Fiddler On the Roof (1971), Jaws (1975), Star Wars IV: A New Hope (1977), E.T. the Extra-Terrestrial (1982) og Schindler's List (1993).

Verk John Williams einkennast af mikilfenglegri sinfóníutónlist og það er lítið sem ekkert um tónlistarlaus atriði í kvikmyndum með tónlist eftir hann. Hann hefur verið mjög vinsæll í ævintýraheimum og má nefna kvikmyndir á borð við Star Wars, Superman, Harry Potter, Indiana Jones og Jurassic Park. John Williams er afkastamikill tónsmiður og árið 2005 komu út myndirnar Munich, Memoirs of a Geisha, War of the Worlds og Star Wars: Episode III - Revenge of the Sith sem allar innihéldu tónlist eftir John Williams.

Árið 2005 valdi American Film Institute 25 bestu amerísku kvikmyndatónlistarverk síðustu hundrað ára[1]. Þar átti John Williams þrjú verk: Star Wars IV: A New Hope í fyrsta sæti, Jaws í sjötta og E.T. the Extra-Terrestrial í fjórtánda.

Neðanmálsgrein[breyta | breyta frumkóða]

  1. „AFI's 100 years of film scores“. Sótt 7. janúar 2008.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]