Iztaccihuatl

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Iztaccíhuatl)
Iztaccihuatl.

Iztaccíhuatl er eldfjall í mið-Mexíkó og þriðja hæsta fjall landsins á eftir Pico de Orizaba og Popocatépetl (sem er í næsta nágrenni) eða 5.230 metrar. Það er á mörkum Mexíkó-fylkis og Puebla-fylkis. Iztaccíhuatl þýðir hvíta konan á nahúatl. Eldfjallið er ekki virkt.