Fara í innihald

Haylie Duff

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Haylie Duff
Haylie á Tribeca kvikmyndahátíðinni 2010
Fædd
Haylie Katherine Duff

19. febrúar 1985 (1985-02-19) (39 ára)
StörfLeikkona, Söngkona, Lagasmiður
Þekkt fyrirLeikkona, Söngkona

Haylie Katherine Duff (fædd 19. febrúar 1985) er bandarísk leikkona, söngkona, lagahöfundur og matarbloggari. Hún er eldri systir leik- og söngkonunnar Hilary Duff. Hún er þekktust fyrir hlutverk sitt sem Sandy Jameson í sjónvarpsþáttaröðinni 7th Heaven og sem Annie Nelson í sjónvarpsmyndunum Love Takes Wing og framhaldsmyndinni Love Finds a Home.

Duff fæddist í Houston, Texas. Hún er tveimur og hálfu ári eldri en systir hennar, Hilary. Móðir Duff, Susan Colleen (áður Cobb), er húsmóðir og kvikmyndaframleiðandi (meðframleiðandi A Cinderella Story (2004), The Perfect Man (2005) og Material Girls (2006) og einnig umboðsmaður Hilary). Faðir hennar, Robert Erhard "Bob" Duff, er verslunaregiandi ásamt föður sínum John B. Duff. Hún byrjaði leiklistarferilinn sem aukagrein með dansi. Hún ólst upp í Texas og byrjaði í ballet þegar hún var ung. 10 ára landaði hún hlutverki í uppfærslu Metropolitan Dance Company af Hnetubrjótnum.

Ferill Duff byrjaði með gestahlutverkum í sjónvarpskvikmyndum eins og Hope og True Women auk þess að leika í sjónvarpsþáttum eins og The Amanda Show. Til viðbótar lék hún gestahlutverk í þáttunum Chicago Hope, Boston Public og Third Watch og varð hún þekkt andlit árið 2002 sem Amy Saunders/Sanders í barnaþáttaröðinni Lizzie McGuire þar sem Hilary systir hennar fór með aðalhlutverkið.

Árið 2004 lék Duff gestahlutverk í That's So Raven sem Katina Jones. Eftir að hafa leikið gestahlutverk í sjónvarpi, fékk Duff fyrsta hlutverk sitt í kvikmynd þegar hún var ráðin í hlutverk Summer Wheatley í Napoleon Dynamite. Hún fékk áhorfendaverðlaun unglinga fyrir hlutverkið. Hún lék síðan gestahlutverk í þáttum eins og Joan of Arcadia og American Dreams. Hún talaði og söng inn á teiknimyndina In Search of Santa ásamt systur sinni, Hilary. Árið 2005 var Duff ráðin í leikaralið þáttarins 7th Heaven þar sem hún lék Sandy Jameson, bestu vinkonu kærustu Simons, þar sem hún varð ólétt eftir Martin Brewer (Tyler Hoechlin).

Sumarið 2006 gekk Duff til liðs við Broadway-leikaralið Hairspray, þar sem hún lék vondu stelpuna, Amber Von Tussle, og lék hún hlutverkið frá byrjun októbers 2006. Duff lék einnig í kvikmyndinni Material Girls ásamt systur sinni, þar sem hún var einnig meðframleiðandi ásamt systur sinni og móður.

Eftir Material Girls hefur Duff leikið í nokkrum sjónvarpskvikmyndum og kvikmyndum sem fara beint á DVD, þ.á m. Nightmare, My Sexiest Year, Legacy, Backwoods, Love Takes Wing, Love Finds a Home og Nanny's Secret.

Á árunum 2009 og 2010 lék hún í Fear Island, Tug og Slightly Single in L.A.. Hún ljáði rödd sína í teiknimyndinni Foodfight! ásamt Charlie Sheen, Hilary Duff og Evu Longoria en vegna mikilla vandræða hefur myndin enn ekki komið út. Hún hefur einnig unnið að óháðu myndinni Video Girl þar sem hún mun leika ásamt Meagan Good og Ruby Dee.

Duff var kynnir raunveruleikaþáttarins Legally Blonde The Musical: The Search for Elle Woods, þar sem leitað var að næstu leikkonu til að taka við aðalhlutverki söngleikjarins Legally Blonde þar sem hún hafði verið í kórnum. Hún er einnig framleiðandi sýningarinnar.

Árið 2011 kláraði Duff að vinna að kvikmyndinni A Holiday Engagement þar sem hún leikur á móti Bonnie Somerville og Jordan Bridges. Hún hefur einnig unnið að Pennhurst, Home Invasion og nú nýlega, samkvæmt færslum hennar á twitter, hefur hún klárað að taka upp fyrsta þátt nýrrar hrollvekjuþáttaraðar, Blackout.

Söngferill

[breyta | breyta frumkóða]

Duff hefur tekið upp margar smáskífur með systur sinni, og hafa flestar þeirra verið á Disneymania plötum. Hún hefur tekið upp lög fyrir kvikmyndirnar In Search of Santa, The Lizzie Mcguire Movie, A Cinderella Story og Material Girls. Hún söng með rapparanum Kool G á plötunni Half a Klip og var í bakröddum í laginu "On the Rise Again". Duff söng einnig "A Whatever Life" fyrir Stuck In The Suburbs og "Sweetest Pain" fyrir Raising Helen.

Til viðbótar við söng hefur Duff einnig samið nokkur lög fyrir plötur systur sinnar, Metamorphosis og Hilary Duff.

Duff samdi lagið "Holiday" með systur sinni fyrir plötu með bestu lögum Hilary.

Opinber ímynd og einkalíf

[breyta | breyta frumkóða]

Duff birtist á forsíðu tímaritins Maxim í janúar 2006. Duff systurnar eru í öðru sæti á lista E! sjónvarpsstöðvarinnar yfir Uppáhalds frægu systurnar. Duff er kristin, "Ég er kristin, en ég sé mig ekki sem mjög trúaða manneskju. Ég er frekar innblásin. Það eru hlutir sem ég er ekki sammála í kristninni. Ég fer ekki reglulega í kirku, en ég held að það að ég hafi mína eigin trú sem ég er mjög ánægð með."

Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1998 Addams Family Reunion Gina Addams Beint á VHS
2000 Dreams in the Attic Jessica Beint á VHS
2001 The Newman Shower Jane Beint á VHS
2003 I Love Your Work Frat Brat kærasta
The Lizze McGuire Movie Isabella Parigi Aðeins rödd, kemur ekki fram í kreditlista
2004 Napoleon Dynamite Summer Wheatly
In Search of Santa Lucinda Aðeins rödd, beint á VHS
2005 Dishdogz Cassidy
2006 Material Girls Ava Marchetta
2007 My Sexiest Year Debbie
2008 Backwoods Lee Beint á DVD
Legacy Lana Stephens Beint á DVD
2009 Foodfight! Sweet Cakes Aðeins rödd
2010 Tug Kim
2011 Slightly Single in L.A. Jill Hefur ekki enn verið gefin út
Pennhurst Megan
2012 Spin Allie McClean
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1997 True Women Lítil þáttaröð
Kom ekki fram í kreditlista
Hope Martha Jean Pruitt Sjónvarpskvikmynd
1999 The Amanda Show Stelpa í hóp Kom ekki fram í kreditlista
2000 Chicago Hope Jenny 1 þáttur
2001 Boston Public Sylvia 2 þættir
2002-2003 Lizzie McGuire Amy 3 þættir
2003 Third Watch Ung Faith Mitchell 1 þáttur
2004 American Dreams Shangri 1 þáttur
That's So Raven Katina 1 þáttur
One on One Mandy 1 þáttur
2005 Complete Savages Jessica 1 þáttur
Joan of Arcadia Stevie Marx 3 þættir
2005-2007 7th Heaven Sandy Jameson 32 þættir
2007 Nightmare Molly Duggan Sjónvarpskvikmynd
2008 Backwoods Lee Sjónvarpskvikmynd
2009 Love Takes a Wing Annie Nelson Sjónvarpskvikmynd
Love Finds a Home Annie Nelson Sjónvarpskvikmynd
My Nanny's Secret Claudia Sjónvarpskvikmynd
Fear Island Jenna Sjónvarpskvikmynd
2011 Betrayed at 17 Nemi Sjónvarpskvikmynd
A Holiday Engagement Trisha Burns Sjónvarpskvikmynd
Blacout Suzanne Sjónvarpsþættir
2012 Home Invasion Jade/Megan Sjónvarpskvikmynd
Napoleon Dynamite Summer Wheatly Sjónvarpsþættir


Útgefið efni

[breyta | breyta frumkóða]

Smáskífur

[breyta | breyta frumkóða]
Ár Lag
2004 "Our Lips Are Sealed" (ásamt Hilary Duff)

Lög í kvikmyndum

[breyta | breyta frumkóða]
Ár Lag Kvikmynd
2003 "Girl in the Band" Lizzie McGuire: The Movie
"What Dreams Are Made Of" (hæg útgáfa) (ásamt Yani Gellman)
2004 "Sweetest Pain" Raising Helen
"A Whatever Life" Stuck in the Suburbs
"One in this World" A Cinderella Story
"Our Lips Are Sealed" (ásamt Hilary Duff)
2005 "Babysitting is a Bum Deal" Family Guy: Live in Vegas
2006 "Material Girl" (ásamt Hilary Duff) Material Girls
  Þetta æviágrip sem tengist leikurum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.