Fara í innihald

Hans-Ulrich Schmincke

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gjóskugígur í Eifel-héraðinu, eitt af rannsóknarsvæðum hans

Hans-Ulrich Schmincke (fæddur 21. október 1937 í Detmold) er mjög þekktur þýskur jarðfræðingur.

Námsferill

[breyta | breyta frumkóða]

Hans-Ulrich Schmincke kláraði stúdentspróf 1957 við menntaskólann Gymnasium Leopoldinum í Detmold í Þýskalandi. Síðan stundaði hann nám frá 1957 til 1964 við ýmsa háskóla: Universität Göttingen, Albert-Ludwigs-Universität Freiburg, RWTH Aachen og einnig bandaríska háskóla University of Baltimore og University of Santa Barbara í Kaliforníu til þess að læra jarðfræði og bergfræði.

Starfsferill

[breyta | breyta frumkóða]

Hann var ráðinn í stöðu prófessors 1969 í jarðfræði og bergfræði og kenndi til 1990 í háskólanum Ruhr-Universität í Bochum í Þýskalandi.

Frá 1983 til 1991 var hann líka forstöðumaður alþjóðlega eldfjallafræðingafélagsins International Association of Volcanology and Chemistry of the Earth’s Interior (IAVCEI).

Frá 1990 til 2003 vann hann sem forstöðumaður deildar eldfjallafræði og bergfræði í IFM GEOMAR rannsóknarstofnuninni háskólans í Kiel.[1]

Mikilvægasta fræðirit

[breyta | breyta frumkóða]

Bókin Vulkanismus (Eldfjallafræði) sem kom fyrst út 1986 varð grunnupplýsingabók um þetta efni, oft endurútgefin og þýdd á mismunandi tungumál. Svo vann hann líka frá 1985 til 1995 sem aðalútgefandi alþjóðlega eldfjallafræðitímaritsins Bulletin of Volcanology[1] og gaf um 300 fræðirit út sjálfur.

Aðaláhugamál í vísindum

[breyta | breyta frumkóða]

Hann rannsakaði til dæmis eldfjöll í Þýskalandi, sérstaklega á Eifel-Svæði.[2][3]

Svo vann hann líka oft á Kanaríeyjum, sérstaklega á Gran Canaria (frá 1965).[4] [5]

1993 fór hann til Kína til þess að rannsaka Paektusan/Changbaishan-Svæðið[6] og var einna fyrstur til þess að kanna þetta stóra eldfjall betur.[7]

Á Íslandi vann hann líka sem aðstoðastjórnandi frá 1977 - 1979 að verkefninu International Research Drilling Projects Iceland. [8]

Verðlaun (úrval)

[breyta | breyta frumkóða]

Hann fékk mörg verðlaun fyrir framúrskarandi vísindaafrek sín. 1991 fékk hann virtustu vísindaverðlaun Þýskalands: Gottfried-Wilhelm-Leibniz-Preis der Deutschen Forschungsgemeinschaft.[1] Önnur verðlaun voru:

Bækur (úrval)

[breyta | breyta frumkóða]
  • Hans-Ulrich Schmincke: Vulkanismus, 3. überarbeitete Auflage. Wissenschaftliche Buchgesellschaft 2010, ISBN 978-3-89678-690-6.
  • Hans-Ulrich Schmincke: Vulkane der Eifel - Aufbau, Entstehung und heutige Bedeutung, Spektrum-Akademischer Verlag 2009, ISBN 978-3-8274-2366-5.
  • Hans-Ulrich Schmincke, Mari Sumita: Geological Evolution of the Canary Islands, Görres Verlag, Koblenz 2010, ISBN 3-8697-2005-0.
  • Richard V. Fisher, H.-U. Schmincke: Pyroclastic rocks. 1991

Fræðirit (úrval)

[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 1,2 http://www.iugg.org/honors/CV_fellows/2015_064-c_Hans-Ulrich_Schmincke_cv.pdf Geymt 19 október 2015 í Wayback Machine Hans-Ulrich Schmincke, CV (PDF) Skoðað: 21.11.2015
  2. See eg.: Schmincke, Hans-Ulrich (2009). Vulkane der Eifel - Aufbau, Entstehung und heutige Bedeutung. Spektrum-Akademischer Verlag 2009. ISBN 978-3-8274-2366-5.
  3. See also:http://www.researchgate.net/profile/Paul_Van_Den_Bogaard2/publication/260740171_Laacher_See_Tephra_A_widespread_isochronous_late_Quaternary_tephra_layer_in_central_and_northern_Europe/links/54c64d310cf219bbe4f7fae9.pdf P. v.d. Bogaard and Hans-Ulrich Schmincke: Laacher See Tephra: A widespread isochronous late Quaternary tephra layer in Central and Northern Europe. Geological Society of America Bulletin 1985;96, no. 12;1554-1571; doi: 10.1130/0016-7606(1985)96<1554:LSTAWI>2.0.CO;2 Skoðað: 21.11.2015
  4. See eg.: http://gji.oxfordjournals.org/content/125/2/519.full.pdf+html Thomas Funck, Hans-Ulrich Schmincke, etal.: Reflection seismic investigations in the volconoclastic apron of Gran Canaria and implications for its volcanic evolution. (1996) (PDF) doi: 10.1111/j.1365-246X.1996.tb00015. Skoðað: 21.11.2015
  5. See also: http://petrology.oxfordjournals.org/content/43/2/243.full.pdf+html V.TRoll, H.-U. Schmincke, etal.: Magma Mixing and Crustal Recycling recorded in Ternary Feldspar from Compositionally Zoned Peralcaline Ignimbrite 'A', Gran Canaria, Canary Islands. J. Petrology (2002) 43 (2): 243-270. doi: 10.1093/petrology/43.2.243 Skoðað: 21.11.2015(PDF)
  6. http://volcano.si.edu/volcano.cfm?vn=305060 GVP; skoðað: 20.11.2015
  7. Der Spiegel, Heft 27/2014, S. 110 ff.
  8. http://www.iugg.org/honors/CV_fellows/2015_064-c_Hans-Ulrich_Schmincke_cv.pdf Geymt 19 október 2015 í Wayback Machine Skoðað: 21.11.2015
  9. http://www.iavcei.org/ IAVCEI, THORARINSSON MEDAL
  10. Gustav-Steinmann-Medaille 2012 an Hans-Ulrich Schmincke Geymt 11 febrúar 2013 í Archive.today, Geologische Vereinigung e. V., skoðað 20.11.2015