Hannes Hafliðason

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hannes Hafliðason (19. júlí 185521. janúar 1931) var sjómaður og bæjarfulltrúi í Reykjavík frá 1903 til 1908 og aftur frá 1912 til 1918.

Ævi og störf[breyta | breyta frumkóða]

Hannes fæddist í Gufunesi í Reykjavík. Hann stundaði sjómennsku og var skipstjóri á þilskipum um árabil. Kennari í stýrimannafræði og prófdómari við Stýrimannaskólann um langa hríð. Forseti Fiskifélags Íslands 1911-1913 og 1915-1921.

Átti sæti í bæjarstjórn Reykjavíkur og gegndi stöðu slökkviliðsstjóra 1905-1908.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  • Páll Líndal & Torfi Jónsson (1986). Reykjavík: Bæjar- og borgarfulltrúatal 1836-1986. Reykjavíkurborg.