Hagkaupssloppur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hagkaupssloppur er flík úr prjónanæloni sem seld var í versluninni Hagkaup á sjötta og fram á áttunda áratug 20. aldar og til skamms tíma árið 2009. Hagkaupsslopparnir urðu afar vinsælir og voru nokkurs konar einkennisbúningur íslenskra húsmæðra á sínum tíma.

Slopparnir voru síðir og mynstraðir og var ýmist hægt að fá þá hneppta eða með rennilás. Þeir voru saumaðir á saumastofu Hagkaups við Bolholt í Reykjavík úr efni sem flutt var inn frá Þýskalandi.[1]

Þegar framleiðslu sloppanna var hætt höfðu verið saumaðir á annað hundrað þúsund sloppar.[2]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Hagkaup í aldarfjórðung“, Alþýðublaðið, 24. október 1985
  2. Anna Kristíne Magnúsdóttir, „Úr gripahúsum í Kringluna“, Alþýðublaðið, 10. desember 1988 (skoðað 19. ágúst 2019)