Hórus

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hórus leiðir hinn látna, mynd úr papýrushandriti.

Hórus (fornegypska: Ḥr Her; koptíska: ϩⲱⲣ Hôr; forngríska: Ὥρος Hóros) er himinguð og einn af elstu og mikilvægustu guðunum í trúarbrögðum Forn-Egypta. Hann var dýrkaður að minnsta komsti frá því fyrir konungsættirnar og fram á tíma yfirráða Rómaveldis. Hann er venjulega sýndur sem fálki eða maður með fálkahöfuð og kórónu sameinaðs Egyptalands. Upphaflega virðist hafa verið litið á faraó sem holdgervingu Hórusar á jörðu meðan hann lifði, en sem holdgervingu Ósíriss eftir að hann dó, en frá fimmtu konungsættinni var tekið að líta á faraó sem holdgervingu Ra fremur en Hórusar.

Auga Hórusar á hálsfesti.

Sem himinguð flýgur Hórus yfir jörðina og augu hans eru sólin annars vegar og tunglið hins vegar. Skýringu á því af hverju sólin skín skærar en tunglið er að finna í goðsögunni um átök Hórusar og Sets þar sem Set rífur annað augað úr Hórusi en Hórus geldir Set (sem líka skýrir af hverju eyðimörkin, einkenni Sets, er ófrjó). Auga Hórusar, stílfærð mynd af mannsauga, er algengt fornegypskt verndartákn.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.