Guðmundur B. Hersir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Guðmundur Brynjólfsson Hersir (19. júlí 18947. júlí 1971) var íslenskur bakari, verkalýðsleiðtogi og knattspyrnumaður.

Ævi og ferill[breyta | breyta frumkóða]

Guðmundur Hersir fæddist í Reykjavík, sonur hjónanna Brynjólfs Ögmundssonar frá Geldingsá og Sigríðar Freysteinsdóttur. Hann hóf nám í bakaraiðn á sextánda aldursári og lauk sveinsprófi í iðninni árið 1917. Tveimur árum síðar hélt hann til Kaupmannahafnar þar sem hann stundaði áframhaldandi nám í brauðbakstri og kexgerð. Eftir komuna til Íslands starfaði Guðmundur við ýmis bakarí, í Vestmannaeyjum og í Reykjavík.

Hann varð snemma virkur í kjarabaráttu bakara og gegndi margoft formennsku í Bakarasveinafélagi Íslands með hléum frá 1924 til dauðadags. Hann var prófdómari fyrir hönd félagsins í sveinsprófum og margoft fulltrúi þess í Alþýðusambandi Íslands.

Guðmundur var íþróttamaður mikill og keppti í fótbolta undir merkjum Knattspyrnufélagsins Fram. Hann varð þrívegis Íslandsmeistari, árin 1915, 1916 og 1917.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]