Giuliano Amato

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Giuliano Amato

Giuliano Amato (f. 13. maí 1938) er ítalskur stjórnmálamaður sem hefur tvisvar gegnt embætti forsætisráðherra Ítalíu. Hann hóf stjórnmálaferil sinn í sósíalistaflokknum. Árið 1992 varð hann forsætisráðherra í fyrsta skiptið og var við stjórn til 1993 meðan Mani pulite stóð sem hæst en blandaðist aldrei sjálfur í spillingarrannsóknina. Ríkisstjórn hans reyndi að koma í gegn frumvarpi um að rannsókn spillingarmála flyttist frá dómsvaldinu til lögreglunnar. Frumvarpið olli almennum uppþotum og á endanum synjaði forsetinn, Oscar Luigi Scalfaro, að staðfesta lögin á þeirri forsendu að þau brytu í bága við stjórnarskrána. Giuliano Amato varð aftur ráðherra í fyrstu ríkisstjórn D'Alema 1998 og tók við forsætisráðherraembættinu síðustu mánuði vinstri-miðjustjórnarinnar og sat að völdum fram að þingkosningunum 2001 þegar kosningabandalag hægriflokkanna undir forystu Berlusconis fór með sigur af hólmi.


Fyrirrennari:
Giulio Andreotti
Forsætisráðherra Ítalíu
(1992 – 1993)
Eftirmaður:
Carlo Azeglio Ciampi
Fyrirrennari:
Massimo D'Alema
Forsætisráðherra Ítalíu
(2000 – 2001)
Eftirmaður:
Silvio Berlusconi