Giovanni Goria

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Giovanni Goria

Giovanni Giuseppe Goria (30. júlí 194321. maí 1994) var ítalskur stjórnmálamaður og forsætisráðherra Ítalíu stutt skeið frá 1987 til 1988.

Hann hóf þátttöku í sveitarstjórnarmálum og gekk í kristilega demókrataflokkinn. Hann var kosinn á þing árið 1976, varð aðstoðarráðherra 1981 og fjármálaráðherra 1982 til 1987 í ríkisstjórnum Bettino Craxi og Amintore Fanfani.

Eftir kosningarnar 1987 varð Goria forsætisráðherra, sá yngsti í sögu lýðveldisins, þótt hann þætti ekki þungavigtarmaður í stjórnmálum. Hann sagði af sér eftir að þingið felldi fjárlagafrumvarp stjórnar hans 1988.

Hann var kosinn á Evrópuþingið 1989 og varð síðan landbúnaðarráðherra 1991. Hann flækist í spillingarrannsóknina kringum Mani pulite 1993 og sagði af sér ráðherraembætti í kjölfarið á ásökunum um mútuþægni, en mál hans var enn til rannsóknar þegar hann lést.


Fyrirrennari:
Amintore Fanfani
Forsætisráðherra Ítalíu
(1987 – 1988)
Eftirmaður:
Ciriaco De Mita