Gísli Jónsson (íslenskufræðingur)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þessi grein fjallar um Gísla Jónsson íslenskufræðing og pistlahöfund. Á aðgreiningarsíðunni má finna aðra menn með sama nafni.

Gísli Jónsson (14. september 192526. nóvember 2001) var íslenskufræðingur og kennari en er þekktastur sem menntaskólakennari og höfundur þáttanna um íslenskt mál í Morgunblaðinu sem hann skrifaði á árunum 1979-2001.

Gísli fæddist á Hofi í Svarfaðardal og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Jón Gíslason bóndi og smiður á Hofi og kona hans Arnfríður Sigurhjartardóttir sem ættuð var frá Urðum í Svarfaðardal. Gísli lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1946 og kandídatsprófi í norrænum fræðum frá Háskóla Íslands árið 1953 jafnframt prófi í uppeldis- og kennslufræðum. Gísli starfaði sem þingskrifari á námsárum sínum og frá 1951 sem kennari við MA, fyrst lausráðinn en skipaður árið 1953 og starfaði þar alla tíð.

Gísli sá um útvarpsþáttinn Daglegt mál á RÚV veturinn 1977-1978. Gísli var varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins 1959-1971 og sat á þingi öðru hverju og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Fjölmörg rit liggja eftir Gísla, meðal annars Saga KEA, Saga Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík, Saga MA, Fullveldi Íslands og fleiri, einnig þýðingar eins og Sú nótt gleymist aldrei (1956) um Titanicslysið (höfundur Walter Lord), og ritgerðir, og hann bjó fjölmargar bækur til prentunar. Þá er nýverið komin út Nýja limrubókin sem hefur að geyma ritgerð um limrur.

Gísli var þríkvæntur.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.