Flora Danica

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Litmynd af túnfífli.
Litmynd af moltuberi.
Litmynd úr Flora Danica.
Titilsíða Flora Danica: Det er: Dansk Urtebog: Udi huilcken / efter hans Kongl... eftir Simon Paulli.

Flora Danica er afar stórt danskt uppflettirit um jurtir og afsprengi upplýsingarinnar. Það kom út á árunum 1761-1883 og eru í ritinu litaðar myndir af jurtum frá Danmörku og Noregi (seinna allri Skandinavíu). Höfuðverkið er 51 hefti og þrjú viðbótarhefti með alls 3.240 koparstungum af öllum jurtum sem vaxa villt í dansk konungsríkinu. Verkið var sent út bæði svarthvítt og í í lit og voru nokkkur eintök send til Íslands. Verkið var gefið út á löngum tíma og á þeim tíma breyttist verkefnið mörgum sinnum. Til Íslands var sent eitt eintak í lit og mun Sigurður málari hafa stuðst við Flora Danica við sínar blómateikningar.

Árið 1764 kom til Íslands Johan Gerald König sem verið hafði nemandi sænska grasafræðingsins Carls von Linné. Erindi hans var að safna grösum fyrir nýja útgáfu af Flora Danica sem en markmiðið var að hafa þar myndir af öllum villtum plöntum í danska ríkinu. Með König var teiknarinn Sören Johannes Helt. Sumrin 1764-1765 voru þeir í grasasöfnun og var Jón Pétursson sennilega leiðsögumaður þeirra. Jón fór með König til Kaupmannahafnar en þegar hann kom til Íslands nokkrum árum seinna þá hafði hann með sér þau eintök af Flora Danica sem var út hlutað til Íslands. Til Íslands komu fimm eintök, þar af eitt í lit.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]