Flagbjarnarholt

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Eystra-Geldingaholt

Eystra-Geldingaholt

Flagbjarnarholt í Landssveit, Rangárvallasýslu stendur uppi í hæð og sést víða að. Bæjarnafnið var í upphafi Flæalda eða Flagalda, en breyttist síðan í Flagvelta og svo í Flagbjarnarholt eins og það heitir í dag. Tvíbýli er að Flagbjarnarholti.

Suðurlandsskjálftarnir árið 1896[breyta | breyta frumkóða]

Ein harðasta jarðskjálfthrina á Suðurlandi sem heimildir eru til um hófst þann 26. ágúst árið 1896. Enginn fyrirvari var þegar þessir skjálftar dundu yfir og var fólk því algjörlega óviðbúið. Þann dag og daginn eftir hrundu bæir, fólk varð víða heimilislaust, missti bústofn sinn og vetrarforða. Fyrsti skjálftinn átti upptök sín í Landssveit og olli mjög miklu tjóni. Þá mynduðust miklar sprungur og er hægt að sjá þær við bæina Flagbjarnarholt og Lækjarbotna.