Fernando Torres

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Fernando Torres í Chelsea

Fernando Torres (f. 20. mars 1984 i Madrid) er spænskur fótboltamaður sem spilar fyrir Chelsea á Englandi. Torres spilar sem framherji hefur alla tíð verið mikill markaskorari en hefur skorað minna eftir að hann gekk til liðs við Chelsea en lagt upp mikið af mörkum í staðinn.

Torres hóf feril sinn sem markmaður hjá unglingaliði Atlético Madrid en eftir að hafa brotið tönn ákvað hann að gerast framherji. Hann varð undir eins mikil stjarna fyrir unglingalið Madrid og skoraði mikinn fjölda marka.

Torres hóf feril sinn hjá Atletico Madrid en fór þaðan árið 2007 og skrifaði undir samning hjá enska liðinu Liverpool. Torres var hjá Liverpool í fjögur ár áður en hann gekk til liðs við Chelsea.

Tímabilið 2011-2012 hefur Torres skorað 6 mörk og lagt upp 15 í 24 byrjunarliðsleikjum hjá Chelsea. Hann hefur þess að auki komið 12 sinnum inná sem varamaður (uppfært 29. mars).

  Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.