Elly Vilhjálms
Elly Vilhjálms | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fædd | Henný Eldey Vilhjálmsdóttir 28. desember 1935 |
Dáin | 16. nóvember 1995 (59 ára) |
Störf | Söngkona |
Hljóðfæri | Rödd |
Henný Eldey Vilhjálmsdóttir, þekktust undir listamannsheitinu Elly Vilhjálms, (f. í Merkinesi í Höfnum 28. desember 1935, d. 16. nóvember 1995) var íslensk söngkona, þekktust fyrir flutning dægurlaga.
Æviágrip
[breyta | breyta frumkóða]Eldey (eins og hún var alltaf kölluð) ólst upp í Merkinesi í Höfnum á Reykjanesskaga, næst elst meðal fjögurra bræðra, þeirra Sigurjóns, Þórodds, Marons Guðmanns og Vilhjálms Hólmars. Foreldrar þeirra voru hjónin Vilhjálmur Hinrik Ívarsson og Hólmfríður Oddsdóttir. Þegar Eldey hafði slitið barnsskónum fór hún í Héraðsskólann á Laugarvatni þar sem hún átti góða daga og þar fékk hún gælunafnið „Elly“. Að námi loknu lá leiðin til Reykjavíkur þar sem hún fékk vinnu sem vélritunarstúlka. Jafnframt vinnunni sótti hún leiklistarnámskeið hjá Ævari Kvaran. Þegar hún sá auglýsingu í blaði „söngkona óskast“, skellti hún sér í prufu og áður en hún vissi af var hún orðin dægurlagasöngkona. Draumurinn rættist og hún sló í gegn sem söngkona með Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar. Bjarni (faðir Ragnars Bjarnasonar söngvara) var með vikulega útvarpsþætti í Ríkisútvarpinu þar sem hann kynnti þessa einstæðu rödd. Raddbeitingin og túlkunin var á þann veg að þjóðin heillaðist.
Ferill hennar var glæstur hjá hljómsveitum á borð við KK-sextettinn og Hljómsveit Svavars Gests. Svavar, sem varð þriðji og síðasti eiginmaður hennar, var líka hljómplötuútgefandi og hjá SG hljómplötum söng hún mörg lög inn á plötur. Fyrsta plata Ellyjar var smáskífa með laginu „Ég vil fara upp í sveit“ sem kom út 1960. Mörg laganna söng hún á móti karlsöngvurum eins og Vilhjálmi, bróður sínum, Ragnari Bjarnasyni og Einari Júlíussyni.
Elly söng inn á tvær sólóplötur á ferlinum. Sú fyrri var LP-platan Lög úr söngleikjum og kvikmyndum sem kom út hjá SG-hljómplötum 1966. Hin LP-platan var jólaplatan Jólafrí sem Skífan gaf út 1988. Segja má að plötuferill Ellyjar hafi verið frekar stuttur, miðað við frægð hennar og vinsældir, allt fram að andlátinu 1995. Sérstæðasta verkið á ferlinum er ef til vill lagið „Sveitin milli sanda“ eftir Magnús Blöndal Jóhannsson, þar sem hún syngur „Aaaaa...“ þar sem enginn texti var ortur við lagið.
Útgefið efni
[breyta | breyta frumkóða]Íslenskir Tónar
[breyta | breyta frumkóða]45 snúninga
- 45-2010 - Elly Vilhjálms - Ég vil fara upp í sveit // Kveðju sendir blærinn - 1960
H.S.H
[breyta | breyta frumkóða]45 snúninga
- HSH45-1014 - Elly Vilhjálms - Lítill fugl // Sjötíu og níu af stöðinni - 1963
- HSH45-1024 - Elly Vilhjálms og KK Sextettinn - Sjötíu og níu af stöðinni / Lítill fugl // Ó María / Kvöldljóð - 1963
Fálkinn
[breyta | breyta frumkóða]45 snúninga
- DK 1621 - Elly Vilhjálms - Í grænum mó // Sumarauki - 1964
SG-hljómplötur
[breyta | breyta frumkóða]45 snúninga
- SG 501 - Elly Vilhjálms & Ragnar Bjarnason - Fjögur jólalög (innih.: Hvít jól / Jólasveinninn minn // Jólin allstaðar / Litli trommuleikarinn - 1964
- SG 502 - Elly Vilhjálms & Ragnar ásamt hljómsveit Svavars Gests - Hvert er farið blómið blátt / Brúðkaupið // Farmaður hugsar heim / Skvetta, falla, hossa og hrista - 1965
- SG 505 - Elly & Ragnar / Hljómsveit Svavars Gests - Heyr mína bæn / Sveitin milli sanda // Útlaginn / Þegar ég er þyrstur - 1965
- SG 508 - Ragnar Bjarnason og Elly Vilhjálms - Járnhausinn (úr samnefndum sjónleik) (innih.: Ragnar Bjarnason - Undir stóra steini / Elly Vilhjálms - Án þín / Hvað er að // Ragnar Bjarnason - Við heimtum aukavinnu / Stúlkan mín / Sjómenn íslenskir erum við) - 1965
- SG 535 - Elly Vilhjálms - Heyr mína bæn / Brúðkaupið // Ég veit þú kemur / Lítill fugl - 1968
- SG 536 - Elly Vilhjálms - Heilsaðu frá mér / Hugsaðu heim - 1969
- SG 548 - Elly Vilhjálms - Það er svo ótalmargt // Hver ert þú - 1970
LP
- SG 009 - Elly Vilhjálms - Lög úr söngleikjum & kvikmyndum - 1966
- SG 020 - Vilhjálmur og Elly Vilhjálms - Systkini syngja saman - 1969
- SG 026 - Vilhjálmur og Elly - Syngja kunnustu lög Sigfúsar Halldórssonar - 1970
- SG 027 - Vilhjálmur og Elly - Lög Tólfta September - 1970
- SG 041 - Vilhjálmur og Elly Villhjálms - Syngja jólalög - 1971
- SG 115 - Elly Villhjálms og Einar Júlíusson - Syngja lög Jenna Jóns í útsetningu Þóris Baldurssonar - 1978
- SG 142 - Elly Vilhjálms - Heyr mína bæn - Safnplata - 1981
Skífan
[breyta | breyta frumkóða]LP
- SLP-45 - Elly Vilhjálms - Jólafrí - 1988
Taktur
[breyta | breyta frumkóða]LP
- SG 041 - Elly og Vilhjálmur - Syngja jólalög (Endurúgáfa)
RUV
[breyta | breyta frumkóða]CD
- Útvarpsperlur
Ísdiskar
[breyta | breyta frumkóða]CD
- Stórsveit Reykjavíkur - 1995