Fara í innihald

Edward Snowden

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Edward Joseph Snowden

Edward Joseph Snowden (fæddur 21. júní 1983) er fyrrum verktaki hjá NSA (National Security Agency) og CIA (Central Intelligence Agency) í Bandaríkjunum sem lak háleynilegum upplýsingum um víðtækt eftirlitskerfi stjórnvalda í Bandaríkjunum og Bretlandi og njósnir þarlendra yfirvalda um þegna sína í gegnum símkerfi og internetkerfi. Snowden hefur lýst lekanum sem viðleitni til að upplýsa almenning um hvað sé gert í hans nafni og hvaða meðulum sé beitt gegn honum.

Eftir uppljóstranir sínar í Bandaríkjunum árið 2013 flúði Snowden land og hlaut hæli í Rússlandi. Hann hlaut rússneskan ríkisborgararétt árið 2022.[1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Markús Þ. Þórhallsson (27. september 2022). „Uppljóstrarinn Snowden fær rússneskan ríkisborgararétt“. RÚV. Sótt 27. september 2022.
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.