Dmitri Mendelejev

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Dmitri Mendelejev

Dmitri Mendelejev (rússneska Дми́трий Ива́нович Менделе́ев) (fæddur 8. febrúar 1834, látinn 2. febrúar 1907) var rússneskur efnafræðingur þekktastur fyrir að vera aðalhönnuður að fyrsta uppkasti lotukerfisins. Árið 1869 birti hann kenningar sínar en á sama tíma setti Þjóðverjinn Lothar Meyer fram hugmyndir sínar um kerfi er svipaði mjög til lotukerfis Mendelejevs. Þrátt fyrir framlag Meyers hefur Mendelejev hlotið mestan heiðurinn því hann var ákafari í að koma hugmyndum sínum á framfæri.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.