Discord

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Discord
Notkun Samskipti
Vefsíða discord.com

Discord er hugbúnaður sem hægt er að nota til að eiga samskipti við aðra yfir netið. Hann var upphaflega gerður fyrir tölvuleikjanotendur, en er nú markaðsettur að öllum sem vilja eiga samskipti yfir netið. Árið 2020 voru yfir 300 milljón skráðir notendur.[1]

Discord er með netþjóna (líka kallaðir „guilds“) sem hægt er að fara í eða búa til. Í þeim eru bæði talrásir og textarásir sem nota má til að eiga samskipti við aðra notendur sem tilheyra þeim netþjóni.

Hægt er að nota Discord í netvafraútgáfu, en einnig er Discord forritið fáanlegt á Windows, MacOS, Linux, Android og iOS.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Discord registered user number 2019“. Statista (enska). Sótt 7. febrúar 2021.