Danny Elfman

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Danny Elfman (2010)

Daniel Robert Elfman (fæddur 29. maí 1953), oftar kallaður Danny Elfman, er bandarískur tónlistarmaður. Hann var í hljómsveitinni Oingo Boingo á níunda áratuginum en er í dag eitt eftirsóttasta kvikmyndatónskáldið í Hollywood. Hann hóf feril sinn í kvikmyndatónlist þegar hann samdi tónlistina við fyrstu kvikmynd Tims Burton í fullri lengd, Pee-wee's Big Adventure. Síðan þá hefur hann samið tónlistina við allar myndir Burtons nema Ed Wood. Einnig hefur hann sungið nokkur hlutverk í myndum eftir Burton, meðal annars aðalpersónuna í The Nightmare Before Christmas, Jack Skellington og Úmpalúmpana í Kalla og sælgætisgerðinni. Þar að auki er hann einkum þekktur fyrir að hafa samið upphafslög ýmissa þátta, svo sem The Simpsons og Desperate Housewives. Þó er rétt að taka fram að hann hefur samið mun meira, bæði af kvikmyndatónlist og sjónvarpsþáttalögum.