Cool Britannia

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Verkið The Physical Impossibility of Death in the Mind of Someone Living frá 1992 er eitt þekktasta verk Damien Hirst.

Cool Britannia (bókstafl. „Svala Bretland“) er slagorð sem var áberandi í fjölmiðlum frá 1995 til 2000 og átti við breska samtímamenningu með vísun í britpophljómsveitir á borð við Blur og Oasis og myndlistarmenn á borð við Damien Hirst og Tracey Emin sem mynduðu hópinn Young British Artists. Hugtakið var notað í staðarmarkaðssetningu Bretlands á tímum Nýja verkamannaflokksins undir stjórn Tonys Blair. Um aldamótin þótti þetta hugtak hins vegar orðið þreytt og eftir það var það varla notað nema í kaldhæðnistón.

Hugtakið er orðaleikur sem vísar til breska ættjarðarljóðsins „Rule, Britannia!“. Það á sér hliðstæðu í hugtakinu Swinging London sem vísaði til menningar Lundúnaborgar á 7. áratug 20. aldar.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.