Compaq
Compaq Computer Corporation | |
Rekstrarform | Hlutafélag |
---|---|
Stofnað | febrúar 1982 |
Örlög | Keypt af HP árið 2002 |
Staðsetning | Harris County, Texas |
Starfsemi | Tölvubúnaður, hugbúnaður |
Compaq var bandaríkst fyrirtæki stofnað árið 1982 sem þróaði og seldi tölvur og tölvutengdan búnað og þjónustu. Compaq framleiddi nokkrar fyrstu tölvanna sem virkuðu með IBM PC-staðlinum og var fyrsta fyrirtækið sem hermismíðaði IBM PC-vélar með löglegum hætti.
Compaq var stærsti framleiðandi PC-véla á tíunda áratugnum þangað til HP rak það úr stöðu árið 2001. Compaq átti í erfiðleikum í verðstríði við Dell en árið 2002 keypti HP Compaq á 25 milljarða dollara. HP notaði merkið Compaq fyrir ódýrar tölvur til ársins 2013 þegar það var tekið úr notkun.
Stofnendur Compaq voru þeir Rod Canion, Jim Harris og Bill Murto sem voru allir stjórnendur í Texas Instruments. Nafn fyrirtækisins er dregið af ensku orðunum compatibility „samhæfni“ og quality „gæði“. Höfuðstöðvar fyrirtækisins voru í Texas.