CSI: Miami

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
CSI: MIAMI
Einkennismerki CSI: Miami
Einnig þekkt semCSI: MIAMI
TegundLögreglu réttarrannsóknir, Drama
ÞróunAnthony E. Zuiker, Carol Mendelsohn, Ann Donahue
LeikararDavid Caruso
Emily Procter
Jonathan Togo
Rex Linn
Eva LaRue
Omar Benson Miller
Eddie Cibrian
Adam Rodríguez
Megalyn Echikunwoke
Sofia Milos
Rory Cochrane
Khandi Alexander
Kim Delaney
UpprunalandBandaríkin
Kanada
FrummálEnska
Fjöldi þáttaraða10
Fjöldi þátta232
Framleiðsla
StaðsetningMiami
Lengd þáttar40-45 mín (án auglýsinga); 90 mín (2 þættir, með auglýsingum)
Útsending
Upprunaleg sjónvarpsstöðCBS
Myndframsetning480i (SDTV)
1081i (HDTV)
Sýnt23. september 2002 –
Tenglar
Vefsíða
IMDb tengill

CSI: Miami (Crime Scene Investigation: Miami) er bandarískur sjónvarpsþáttur sem fylgir eftir réttarrannsóknarmönnum Miami borgar og rannsóknum þeirra á mismunandi glæpum og morðum í Miami. Þátturinn var þróaður af Anthony E. Zuiker, Carol Mendelsohn og Ann Donahue.

Framleiddar voru 10 þáttaraðir og var fyrsti þátturinn frumsýndur 9. maí 2002 í þætti af CSI. CSI: Miami er systur þáttur CSI: Crime Scene Investigation og CSI: NY.

Framleiðsla[breyta | breyta frumkóða]

Framleiðendur[breyta | breyta frumkóða]

Þátturinn var framleiddur af CBS Television Studios í samvinnu við kanadíska fjölmiðlafyrirtækið Alliance Atlantis.

Tilkynnt var 1. febrúar, 2012, af CBS að tíunda þáttaröðin af CSI: Miami myndi aðeins hafa nítján þætti svo hægt væri að gera pláss fyrir frumsýningu þáttarins NYC 22.[1] Þann 13. maí, 2012, var tilkynnt af CBS að báðum seríunum hafi verið aflýst. [2][3]

Tökustaðir[breyta | breyta frumkóða]

CSI: Miami var aðalega tekin upp í Bandaríkjunum. Tökustaðir voru í Miami-Dade, Flórída, á meðan innitökur voru teknar upp í Raleigh Manhattan stúdíói á Manhattan strönd, Kalíforníu. Sumar senur, þá aðallega utandyra, voru teknar upp á Long Beach, sem og hluta af Manhattan strandar og Redondo strandar. Strendur nálægt miðbæ Long Beach voru oft notaðar í útisenum þar á meðal: Marina Green Park, Rainbow Lagoon Park. Hinar nýju háhýsa íbúðir þar gefa gott yfirlit sem Miami.

Aðrir tökustaðir á Long Beach eins og Naples hverfið, þar sem háhýsi láta sviðsmyndina líta út fyrir að vera í miðju Miami borgar.

Bygging CSI sem lögreglustöð þáttarins er í raunveruleikanum höfuðstöðvar fluggæslu Bandaríkjanna, sem staðsett er í Hawthorne (við götuna Aviation Boulevard á milli Marine Avenue og Rosecrans Avenue).

Söguþráður[breyta | breyta frumkóða]

Þátturinn fylgdi eftir réttarrannsóknar liði í Miami sem er stýrt af hinum áhyggjufulla en fyndna Horatio Caine. Honum til halds og traust er hin fallega og sunnlenska Calleigh Duquesne. Ásamt þeim eru Erick Delko, Ryan Wolfe, sem kom í staðinn fyrir Tim Speedle í seríu 3, DNA sérfræðingurinn Natalia Boa Vista, sem fyllti upp í skarðið fyrir Megan Donner sem hætti þremur árum áður en Natalia kom, rannsóknarfulltrúinn Frank Tripp aðstoðar CSI liðið, ásamt Yelina Salas (Sería 1 - 3). Nýir meðlimir bættust við í áttundu seríu, Walter Simmons og Jesse Cardoza. Í byrjun seríu níu deyr Jesse Cardoza. Réttarlæknirinn Alexx Woods vann náið með liðinu í sex ár, áður en hún ákvað að vinna sem bráðvaktalæknir aftur. Tara Price kom í staðinn fyrir hana í eitt ár, áður en hún var handtekin og skipt út fyrir Tom Loman.

Söguþráðs skipti[breyta | breyta frumkóða]

CSI: Miami var myndaður út frá þætti úr upprunalega CSI titlað Cross Jurisdictions. Í þeim þætti þá fara Catherine Willows og Warrick Brown til Miami, til þess að rannsaka morð á eiginkonu fyrrverandi lögreglustjóra Las Vegas.

Að auki hefur CSI: Miami haft söguþráðs skipti við CSI: NY. Persónur úr CSI: NY voru kynntar í annarri seríu af CSI: Miami í þættinum, MIA/NYC NonStop sem var frumsýndur 17.maí 2004. CSI: Miami hafði önnur söguþráðs skipti í seríu fjögur í þættinum Felony Flight sem var frumsýndur 7. nóvember 2005. Þar sem Mac Taylor flýgur frá New York og kemur til Miami til að aðstoða Horatio í að elta uppi glæpamann að nafni Henry Darius. Sagan heldur áfram í CSI: NY í annarri seríunni, í þættinum, Manhattan Manhunt, sem var frumsýndur 9. nóvember 2005, þegar Henry Darius flýr til New York og Horatio fylgir Mac til þess að klára rannsóknina.

Í seríu átta, þá hefur CSI: Miami söguþráðs skipti við CSI: Crime Scene Investigation og CSI: NY í þriggja hluta sögu með Laurence Fishburne sem Raymond Langston, í aðalhlutverki.[4]

CSI: Miami er eina CSI serían sem hefur ekki haft söguþráðs skipti við aðra þætti en CSI þættina.

Leikaraskipti[breyta | breyta frumkóða]

Leikonan Kim Delaney yfirgaf þáttinn í seríu eitt en talið er að persóna hennar hafi verið skrifuð út þar sem enginn neisti var á milli hennar og Caruso.[5]

Leikarinn Rory Cochrane yfirgaf þáttinn í seríu þrjú en persóna hans var skrifuð út eftir beiðni frá leikaranum Rory Cochrane, sem vildi einbeita sér að kvikmyndaferlinum og líkaði ekki hinar löngu tökur fyrir CSI: Miami.[6]

Leikarinn Adam Rodríguez kom aðeins fram í hluta áttundu seríunnar. Þann 19. febrúar 2010 þá tilkynnti Adam Rodríguez á twitter síðu sinni að persóna hans mun snúa aftur á CSI rannsóknarstofuna sem einn af aðalleikurunum. [7]

Í seríu átta bætast þrír nýjir leikarar Omar Benson Miller sem Walter Simmons, Eddie Cibrian sem Jessie Cardoza og Christian Clemenson sem Dr. Tom Loman.

Leikarinn Eddie Cibrian yfirgefur þáttinn í byrjun seríu níu þegar persóna hans deyr.

Persónur[breyta | breyta frumkóða]

Nafn Leikið af Starf Sería
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10
Lt. Horatio (H) Caine David Caruso Yfirmaður Aðal
Det. Calleigh Duquesne Emily Procter Aðstoðaryfirmaður Aðal
Det. Eric Delko Adam Rodríguez CSI Stig 3 Aðal Auka Aðal
Det. Ryan Wolfe Jonathan Togo CSI Stig 3 Aðal
Sgt. Frank Tripp Rex Linn Yfirrannsóknarfulltrúi Auka Aðal
Natalia Boa Vista Eva LaRue CSI Stig 2 Auka Aðal
Walter Simmons Omar Benson Miller CSI Stig 1 Aðal
Yelina Salas Sofia Milos Einkaspjæjari/Rannsóknarfulltrúi Auka Aðal Gesta
Lt. Megan Donner Kim Delaney CSI aðstoðaryfirmaður Aðal
Det. Timothy (Tim) Speedle (Speed) Rory Cochrane CSI Stig 3 Aðal Gesta
Dr. Alexx Woods Khandi Alexander Réttarlæknir Aðal Gesta
Dr. Tara Price Megalyn Echikunwoke Réttarlæknir Aðal
Jesse Cardoza Eddie Cibrian CSI Stig 2 Aðal Gesta
Tom Loman Christian Clemenson Réttarlæknir Auka

Aðalpersónur[breyta | breyta frumkóða]

  • CSI Stig 3 Yfirmaður: Horatio "H" Caine (David Caruso) er yfirmaður Miami-Dade rannsóknarstofunnar, er fyrrverandi NYPD rannsóknarfulltrúi og fyrrverandi sprengjufræðingur. Horatio er þekktur fyrir setja lið sitt undir verndarvæng sinn, og fer oft út fyrir reglurnar til þess að hjálpa þeim þegar á stendur. Hann er framúrskarandi skotmaður og hikar ekki við að nota byssuna. Ásamt því þá fer hann langar leiðir til þess að bjarga sönnunargögnum eða hugsanlegum vitnum. Framkoma hans er í alvarlegum tón og hann kemur sér beint að efninu. Horatio hefur góðan skilning á því hvernig á að tala við börn sem hafa lent í áföllum. Horatio er oft mjög rólegur á meðan hann er að nálgast fórnarlömb eða morðingja. Horatio sést oftast nær með par af sólgleraugum. Horatio var stuttlega giftur Marisol Delko Caine (Alana de la Garza); hjónabandið var stutt þar sem hún var myrt af Mala Noche leyniskyttu í , "Rampage" Í, "Dangerous Son", þá uppgvötar Horatio að hann á 16 ára son að nafni Kyle Harmon (Evan Ellingson) (eftir ástarævintýri á meðan hann var í leynilögregluaðgerð, undir dulnafninu John Walden). Í þættinum " In the Wind " þá kemur fram að sonur Horatio er í Afghanistan. Í ,"Going Ballistic", þá er Horatio skotinn, en síðan kemur fram í þættinum, "Resurrection", að hann hafi platað dauða sinn til þess að stoppa sölu á ólöglegum byssukúlum. Myndun hans á liðinu frá 1997 má sjá í endurhvarfi í þættinum "Out of Time", stuttu eftir að hann varð yfirmaður þessa liðs sem breyttist í CSI.
  • CSI stig 3 Aðstoðar yfirmaður: Calleigh Duquesne (Emily Procter) er skotvopnafræðingur. Calleigh er grannvaxin, með ljóstsítt hár og frá suður ríkjum bandaríkjanna og leiðir aðra áfram til þess að vanmeta hana, en hún er gáfuð og mjög einlægur vísindamaður. Faðir hennar er lögfræðingur og alkóhólisti. Hún fylgir öllum reglum til stafs síns allan tímann. Í, "Ambush," þá var vefsíða sem virðist fylgjast með ferðum hennar og síðar kom í ljós að Dan Cooper var bak við verkið.. Í, "All In", þá er henni rænt og ætlað að hjálpa til við að hylma yfir glæp, en er síðan bjargað af CSI liðinu. Í, "Smoke Gets in Your CSI's", er Calleigh send með hraði á sjúkrahús með alvarlega reykeitrun þegar hún og Ryan Wolfe sleppa úr brennandi húsi. Í, "Seeing Red", Calleigh skýtur Eric Delko og í , "Out of Time," þá er Eric í lífshættu og fær endurhvarf til ársins 1997 og þegar hann hittir Calleigh í fyrsta skipti. Í lok seríu 10 þá ættleiðir hún tvö börn sem eru systkini.
  • CSI Stig 3: Ryan Wolfe (Jonathan Togo) vann sem lögreglumaður áður en hann var ráðinn á rannsóknarstofuna af Horatio Caine, sem sá hæfileika í Ryan og hvernig hann sá um byssuna sína, þá hugsanlega tengt áráttu-þráhyggjuröskun Wolfes. Hann kemur fyrst fram í "Under the Influence," en varð ekki hluti af rannsóknar liðinu fyrr en í, "Hell Night." Ryan kom í staðinn fyrir hinn fallna Tim Speedle. Ryan var skotinn í augað með naglabyssu í, "Nailed." Í enda þáttarins, "Burned," þá var Ryan rekinn fyrir að láta ekki vita að hann tengdist fórnarlambi morðs. Vann hann þá sem sérstakur sérfræðingur í glæpamálum og skotæfingastarfsmaður. Síðan var hann ráðinn aftur sem CSI. Í lok "Target Specific" og í gegnum "Wolfe In Sheep's Clothing," þá var Ryan rænt og neyddur til þess að hjálpa rússnesku mafíunni til þess að hylma yfir glæp.
  • MDPD Rannsóknarfulltrúi: Aðstoðarvarðstjórinn Frank Tripp (Rex Linn) er fæddur í Texas og er rannsóknarfulltrúi sem aðstoðar liðið við rannsókn mála og á hefur hann átt gott samstarf með CSI liðinu. Hann er skilinn og á þrjú börn. Eftir að hafa náð aðstoðarvarðstjóra prófinu í byrjun "Dangerous Son," þá þurfti hann að vera ákveðinn tíma í lögreglubúningi, en kom svo aftur yfir í morðdeildina og í hefðbundin föt í "Guerillas in the Mist." Gegnum fyrstu seríunnar þá ná þeir Frank og Horatio ekki vel saman, en nýlega þá eru þeir farnir að vinna meira saman. Eftir að Ryan Wolfe var rekinn og ráðinn síðan aftur, þá virðast þeir rekast oft á. Í "Chain Reaction," þá tekur hann fingrafar Ryans af fangelsissíma og segir við hann að hann sé núna "uppáhalds tölvu nördinn " sinn, í tilraun til þess að móðga Ryan.
  • CSI Stig 2: Natalia Boa Vista (Eva LaRue) er DNA sérfræðingur sem var ráðin til þess að vinna að óleystum málum vegna reglna tengdum alríkisstyrk hennar. Flúði hún ofbeldisfullt hjónaband áður en hún byrjaði að vinna hjá deildinni. Í lok seríu fjögur kemur fram að hún var heimildarmaður fyrir alríkislögregluna á rannsóknarstofunni, til þess að byggja upp mál gegn Horatio Caine og liði hans. Í seríu fimm, þá uppgvötar hún að fyrrverandi eiginmaður hennar er laus úr fangelsi þegar hann gefur henni nálgunarbann á sig og vinnur hann hjá hreinsunarfyrirtæki sem sérhæfir sig í hreinsun glæpavettvanga. Þau bæði áttu stormasamt samband þangað til Nick var myrtur og var hún grunuð um glæpinn. Í "Darkroom," kemst Natalia kemst að því að systir hennar Anya og DNA frá glæpavettvangi sýnir að Anya hefur verið rænt. Í "Tunnel Vision," fær Natalia loksins leyfi til þess að bera vopn og skýtur hún sökudólg í sjálfsvörn í fyrsta skipti.
  • CSI Myndlistarsérfræðingur: Walter Simmons (Omar Benson Miller) er frá Louisiana og er sérfræðingur í myndlistarþjófnaði og fluttist frá dagvaktinni yfir á næturvaktina til þess að vera meðlimur liði Horatios. Kemur fyrst fram í, "Bolt Action." Hann verður síðan einn af aðalleikurunum í , "Dude Where's My Groom?."
  • CSI Stig 3: Eric Delko (Adam Rodríguez) er sérfræðingur í fingraförum og efnasérfræðingur af kúbönskum og rússneskum ættum. Hann er einnig kafari liðsins. Í "Shattered," þá er starf Delkos í hættu þegar hann er handtekinn fyrir eiturlyfjaeign, síðan kemur það í ljós að maríjúanað sé fyrir systur hans,Marisol Delko Caine, sem var með hvítblæði. Marisol var síðan myrt af Mala Noche leyniskyttu eftir að hún giftist Horatio Caine. Í, "Man Down," á meðan hann er að bjarga kvenngísli, þá er Delko skotinn í höfuðið. Hann lifði af og byrjaði að vinna aftur, en hlaut minnistap. Í, "And How Does That Make You Kill?," segir Eric geðlækni sínum frá þeim tilfinningu sem hann er með fyrir Calleigh Duquesne. Í, "The DeLuca Motel ," þá kemur í ljós að hann hefur búið á móteli þar sem einhver er að fylgjast með honum. Í, "Seeing Red," reynir Eric að hjálpa föður sínum og sést flýja, með þeim afleiðingum að vera skotinn af Calleigh. Lifir hann af og sést hann vakna upp á spítala í "Out of Time." Delko sýnir fram á að hann er að hætta þegar hann segir við Calleigh að hann ætli að hætta sem CSI þar sem lífið er of stutt. Fimm þáttum seinna þá snýr Delko tilbaka í þættinum "Delko For the Defense", til þess að vinna að máli til þess að hjálpa gamla liðinu sínu. Í seríu 7-8 þá átti Delko og Duquesne í ástarsambandi.
  • Réttarlæknir: Dr. Tom Loman (Christian Clemenson) er dagvakts réttarlæknirinn sem kom í staðinn fyrir Dr. Tara Price.

Fyrrverandi persónur[breyta | breyta frumkóða]

  • CSI Stig 2: Jesse Cardoza (Eddie Cibrian) er fyrrverandi lögreglumaður frá Los Angeles, sem fluttist yfir í Miami-Dade lögregluna. Í "Out of Time," í afturhvarfi sem gerist árið 1997, sýnir hvers vegna Cardoza fluttist frá Miami-Dade lögreglunni til Los Angeles, eftir niðurstöðu á máli sem leiddi til þess að Caine varð yfirmaður nýju deildarinnar CSI. Snýr aftur í "Hostile Takeover," sem meðlimur liðsins, og tekur við sæti Eric Delko. Þegar hann snýr aftur, þá er ráðist á rannsóknarstofuna og hann er tekinn sem gísl ásamt þremur öðrum. Í "Show Stopper" þá er misræmi í mílufjölda Hummersins, Jesse segir ekki ástæðuna fyrst en eftir á í búningsherberginu þá segir hann Calleigh frá því að hann var að elta konu sem var í hættu. Eftir þetta þá segir hann að morðinginn hafi drepið konu hans og þess vegna sé hann kominn aftur til Miami. Cardoza lætur lífið í byrjun seríu níu eftir að hafa fengið högg á höfuðið þegar eitrað var fyrir rannsóknarstofunni.
  • Réttarlæknir: Dr. Tara Price (Megalyn Echikunwoke) var dagvakts réttarlæknir sem kom í staðinn fyrir Dr. Alexx Woods (Khandi Alexander) í seríu sjö. Dr. Tara Price kom fyrst fram í, "Won't Get Fueled Again." Varð hún hluti af aðalleikaraliðinu í, "Bombshell." Í, "Cheating Death," CSIs Eric Delko og Ryan Wolfe gera prakkarastrik á vinnu hennar sem eyðileggur næstum því heilt sakamál. Í lok "Divorce Party," stelur Tara flösku af Oxycodone frá fórnarlambi í líkhúsinu og sakar Juliu Winston. Í "Dissolved," þá horfir Ryan Wolfe auglits til auglits við Töru um stolnu pillurnar í skáp hennar. Þegar Julia tekur líkskoðunarherbergið gíslingu vegna þess sem hún gerði, þá er Tara handtekin.
  • Réttarlæknir: Dr. Alexx Woods (Khandi Alexander) var Miami-Dade réttarlæknirinn. Alexx byrjaði feril sinn sem læknir í New York og varð síðan réttarlæknir hjá CSI eftir að hafa fluttst vegna persónulegra ástæðna. Hún er mjög tilfinningalega næm og er móður fyrirmynd CSI liðsins. Hún talar oft við líkin þegar hún er að kryfja þau. Hún er gift og á ungan son og dóttir með fyrrverandi eiginmanni sínum, Andrew Kalish, sem er myrtur í fyrri hluta seríunnar. Í "Rock and a Hard Place," þá er sonur hennar sakaður um morð; þetta gerir það að verkum að Alexx endurskoðar starf sitt hjá réttarlæknisskrifstofunni. Alexx snýr aftur í "Smoke Gets in Your CSI's" sem bráðavaktar læknir við Dade General sjúkrahúsið.
  • Rannsóknarfulltrúinn: Yelina Salas (Sofia Milos) var kólumbískur rannsóknarfulltrúi sem vann mikið með CSI liðinu. Hún var gift bróður Horatios, Raymond Caine sem lést. Hún byrjar ástarsamband með Rick Stetler sem vinnur hjá innraeftirliti lögreglunnar og persónulegur óvinur Horatios. Eftir að það kemur í ljós að eiginmaður hennar Raymond væri enn á lífi, þá flytur hún ásamt honum og syni þeirra til Brazilíu. Endurkoma hennar verður í seríu 5, "Rio," þegar Horatio og Eric fljúga til Rio de Janeiro til þess að elta uppi Antonio Riaz, sem drap eiginkonu Horatios og systir Delkos Marisol. Á meðan þeir eru í Rio, Riaz drepur Raymond Caine og notar Ray Jr. til að vinna með eiturlyf í skuggahverfum borgarinna. Yelina og Ray Jr. flytja aftur til Miami, og Yelina byrjar að vinna sem einkaspæjari, "Burned." Í "Dangerous Son," rannsakar Yelina sökudólg fyrir Horatio, og finnur hún fæðingarskírteinið sem segir að hann sé í raun og veru sonur Horatio. Yelina kemur aftur fram í seríu sjö, þegar hún aðstoðar Horatio í að ná óvininum Ron Saris. Var henni rænt í þættinum "Seeing Red," en var bjargað af Horatio.
  • CSI Stig 3: Tim Speedle (Rory Cochrane) var snefils og prentunar sérfræðingur; upprunalega frá Syracuse, New York og vann fyrir St. Petersburg lögregluna í Flórída árið 1997. Hann er með gráðu í líffræði frá Columbia háskólanum. Speed var drepinn við störf sín í "Lost Son;" en hann hafði ekki hreinsað byssuna sína nógu vel með þeim afleiðingu að hún stíflaðist og var skotinn til bana í skotárás. Leikarinn kom aftur sem Speed í ofsjón Eric Delko í "Bang, Bang, Your Debt." Síðan kemur það fram í "Out of Time," að Jesse Cardoza þekkti Tim Speedle, sem vann fyrir St. Petersburg lögregluna árið 1997, og Cardoza spurði Horatio ef hann vildi fá hann í lið með sér.
  • CSI Stig 3: Lieutenant Megan Donner (Kim Delaney) var forveri Horatio sem fór í leyfi eftir að eiginmaður hennar lést. Kom hún aftur í vinnuna stuttlega og vann með Horatio sér við hlið, sem hafði verið hækkaður upp sem yfirmaður CSI liðsins, en sagði síðar af sér þar sem pressan við starfið væri of mikil fyrir sig.

Þáttaraðir[breyta | breyta frumkóða]

Pilot - CSI[breyta | breyta frumkóða]

Titill= Cross Jurisdictions
Höfundur= Anthony E. Zuiker, Ann Donahue og Carol Mendelsohn
Leikstjóri= Danny Cannon
Dagur= 09. maí 2002
Þáttur nr= 45
Framl. nr.= 222

Fyrrverandi lögreglustjóri Las Vegas finnst látinn og sjö ára dóttir hans finnst á lífi í Miami. Catherine og Warrick ferðast til Flórída, þar sem þau aðstoða Miami CSIs í því að elta uppi morðingjann.


Fyrsta þáttaröð[breyta | breyta frumkóða]

Önnur þáttaröð[breyta | breyta frumkóða]

Þriðja þáttaröð[breyta | breyta frumkóða]

Fjórða þáttaröð[breyta | breyta frumkóða]

Fimmta þáttaröð[breyta | breyta frumkóða]

Sjötta þáttaröð[breyta | breyta frumkóða]

Sjöunda þáttaröð[breyta | breyta frumkóða]

Áttunda þáttaröð[breyta | breyta frumkóða]

Níunda þáttaröð[breyta | breyta frumkóða]

Tíunda þáttaröð[breyta | breyta frumkóða]

Viðtökur[breyta | breyta frumkóða]

CSI: Miami hefur verið nefndur vinsælasti sjónvarpsþáttur heims samkvæmt áhorfendakönnunum í 20 löndum. Könnunin, sem var gerð af Informa Telecoms and Media, sýndi að CSI: Miami kom fram oftast fyrir í vinsældalistum meira en nokkur annar þáttur. Einnig í sömu könnun, þá kemur fram að CSI: Crime Scene Investigation hafði háar vinsældir en hann lenti í sjötta sæti.[8]

Verðlaun og tilnefningar[breyta | breyta frumkóða]

ALMA verðlaunin

  • 2011: Tilnefndur sem besta sjónvarpsserían.
  • 2008: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu – Adam Rodríguez.

ASCAP Film and Television Music verðlaunin

  • 2006: Verðlaun sem besta sjónvarpsserían – Jeff Cardoni.
  • 2005: Verðlaun sem besta sjónvarpsserían – Jeff Cardoni.

American Society of Cinematographers

  • 2008: Tilnefndur fyrir bestu kvikmyndatökuna fyrir Inside Out – Egill Egilsson.
  • 2007: Tilnefndur fyrir bestu kvikmyndatökuna fyrir Darkroom – Egill Egilsson.
  • 2003: Verðlaun fyrir bestu kvikmyndatökuna fyrir Cross Jurisdiction – Michael Barrett.

BMI Film & TV verðlaunin

  • 2009: Verðlaun fyrir bestu tónlistina – Pete Townshend og Kevin Kiner.
  • 2008: Verðlaun fyrir bestu tónlistina – Pete Townshend og Kevin Kiner.
  • 2005: Verðlaun fyrir bestu tónlistina – Pete Townshend og Kevin Kiner.
  • 2004: Verðlaun fyrir bestu tónlistina – Kevin Kiner, Graeme Revell, David E. Russo og Pete Townshend.
  • 2003: Verðlaun fyrir bestu tónlistina – Graeme Revell, David E. Russo og Pete Townshend.

California on Location verðlaunin

  • 2007: Verðlaun sem aðstoðar tökustaðsstjóri – Adam Robinson.

Edgar Allan Poe verðlaunin

  • 2009: Tilnefndur fyrir besta sjónvarpshandritið fyrir You May Now Kill the Bride – Barry O´Brien.

Emmy verðlaunin

  • 2007: Verðlaun fyrir bestu áhættuleikstjórn – Jim Vickers.
  • 2007: Tilnefndur fyrir bestu hljóðklippinguna fyrir No Man´s Land – Tim Kimmel, Todd Niesen, Bradley C. Katona, Ruth Adelman, Skye Lewin, Zane D. Bruce og Joseph T. Sabella.
  • 2005: Tilnefndur fyrir bestu hljóðklippinguna fyrir Lost Son – Ann Hadsell, Ruth Adelman, Bradley C. Katona, Todd Niesen, Skye Lewin, Zane D. Bruce og Joseph T. Sabella.
  • 2003: Verðlaun fyrir bestu kvikmyndatökuna í stakri-myndavél fyrir seríu fyrir The Simple Man – Michael D. O´Shea.

Image verðlaunin

  • 2007: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í dramaseríu – Khandi Alexander.
  • 2006: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu Khandi Alexander.
  • 2006: Tilnefndur sem besta dramaserían.
  • 2005: Verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki í dramaseríu – Khandi Alexander.
  • 2004: Tilnefndur sem besta dramaserían.

Image Foundation verðlaunin

  • 2011: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki – Eva LaRue.
  • 2009: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki - Eva LaRue.
  • 2007: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki – Eva LaRue.
  • 2006: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki – Eva LaRue.
  • 2005: Tilnefndur sem besti leikari – Adam Rodríguez.

Motion Picture Sound Editors

  • 2010: Tilnefndur fyrir bestu hljóðklippingu í stuttu talformi og ADR fyrir Point of Impact.
  • 2010: Tilnefndur fyrir bestu hljóðklippingu í stuttu hljóðbrelluformi og Foley fyrir Point of Impact.
  • 2009: Verðlaun fyrir bestu hljóðklippingu í stuttu tónlistarformi fyrir Tipping Point – Skye Lewin.
  • 2009: Tilnefndur fyrir bestu hljóðklippingu í stuttu hljóðbrelluformi og Foley fyrir Tipping Point – Tim Kimmel, Bradley C. Katona, Joseph T. Sabella og James Bailey.
  • 2007: Verðlaun fyrir bestu hljóðklippingu í stuttu tónlistarformi fyrir Rio – Skye Lewin.
  • 2007: Verðlaun fyrir bestu hljóðklippingu í stuttu talformi og ADR fyrir Rio – Tim Kimmel, Todd Niesen og Ruth Adelman.
  • 2007: Tilnefndur fyrir bestu hljóðklippingu í stuttu hljóðbrelluformi og Foley fyrir Come As You Are – Tim Kimmel, Bradley C. Katona, Zane D. Bruce, Don Givens, Joseph T. Sabella, James Wong Howe og William Smith.
  • 2006: Tilnefndur fyrir bestu hljóðklippingu í stuttu talformi og ADR fyrir Three-Way – Ann Hadsell, Todd Niesen og Ruth Adelman.
  • 2006: Tilnefndur fyrir bestu hljóðklippingu í stuttu hljóðbrelluformi og Foley fyrir Urban Hellraisers – Ann Hadsell, Bradley C. Katona, Zane D. Bruce, Shane Bruce og Joseph T. Sabella.
  • 2005: Verðlaun fyrir bestu hljóðklippingu í löngu hljóðbrelluformi og Foley fyrir Crimewave – Ann Hadsell, Bradley C. Katona, Ruth Adelman, William Smith og Edmond J. Coblentz Jr.
  • 2005: Tilnefndur fyrir bestu hljóðklippingu í stuttu hljóðbrelluformi og Foley fyrir Lost Son – Ann Hadsell, Bradley C. Katona og William Smith.
  • 2004: Tilnefndur fyrir bestu hljóðklippingu fyrir hljóbrellur og Foley fyrir Grand Prix – Matt Sawelson, Ruth Adelman, Bradley C. Katona og Peter Bergren.

People´s Choice verðlaunin

  • 2003: Verðlaun sem uppáhalds nýja dramaserían.

Prism verðlaunin

  • 2010: Tilnefndur sem besta dramaserían fyrir Head Case.

Young Artist verðlaunin

  • 2010: Tilnefndur sem besti gestaleikari undir 13 ára – Scotty Noyd Jr.
  • 2008: Tilnefndur sem besti ungi gestaleikari – Cole Petersen.
  • 2005: Tilnefndur sem besti ungi gestaleikari – Alex Black.
  • 2004: Tilnefnd sem besta unga gestaleikkona – Sara Paxton.
  • 2003: Tilnefndur sem besti ungi gestaleikari – Seth Adkins.
  • 2003: Tilnefndur sem besti ungi gestaleikari – Raja Fenske.

Útgáfur[breyta | breyta frumkóða]

Bækur[breyta | breyta frumkóða]

Titill Höfundur Útgáfudagur
Florida Getaway Max Allan Collins Ágúst 2003
Heat Wave Max Allan Collins Júlí 2004
Cult Following Donn Cortez Desember 2005
Riptide Donn Cortez Júlí 2006
Harm for the Holidays: Misgivings Donn Cortez Nóvember 2006
Harm for the Holidays: Heart Attack Donn Cortez Janúar 2007
Cut and Run Donn Cortez Mars 2008
Right to Die Jeff Mariotte September 2008

DVD[breyta | breyta frumkóða]

DVD nafn Ep # Útgáfudagur
Svæði 1 Svæði 2 Svæði 4
Heil sería Heil sería Heil sería
Sería 1 24 29. júní, 2004 1. mars, 2010 10. nóvember, 2006
Sería 2 24 31. desember, 2004 1. mars, 2010 7. febrúar, 2007
Sería 3 24 22. nóvember, 2005 1. mars, 2010 16. október, 2007
Sería 4 25 31. október, 2006 1. mars, 2010 9. júlí, 2008
Sería 5 24 30. október, 2007 1. mars, 2010 4. mars, 2009
Sería 6 21 9. september, 2008 1. mars, 2010 10. mars, 2010
Sería 7 25 15. september, 2009 7. júní, 2010 16. mars, 2011
Sería 8 24 12. október, 2010 25. júlí, 2011 18. apríl 2012
Sería 9 22 27. september, 2011 25. júní, 2012 12. september, 2012
Sería 10 19 25. september, 2012 NA NA

Sjá einnig[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Andreeva, Nellie (1. febrúar 2012). „CBS' Robert De Niro-Produced Rookie Cops Midseason Drama Gets Sunday 10 PM Slot“. Deadline Hollywood. Sótt 1. febrúar 2012.
  2. Seidman, Robert (13. maí 2012). „Official: 'CSI: Miami' Canceled; Report: 'CSI: NY' Renewed by CBS“. TV By the Numbers. Afrit af upprunalegu geymt þann maí 16, 2012. Sótt 13. maí 2012.
  3. „CSI: Miami: Cancelled by CBS, No Season 11“. TV Series Finale. 13. maí 2012. Sótt 14. maí 2012.
  4. Batallones, Henrik. "Langston Goes Cross-Country: The Whole 'CSI' Franchise Does A Crossover" Geymt 23 október 2012 í Wayback Machine. BuddyTV, August 7, 2009. Accessed 27 August 2009.
  5. Susman, Gary. „Kim Delaney is leaving CSI: Miami | CSI: Miami | In the News | TV | Entertainment Weekly“. Ew.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. janúar 2015. Sótt 24. desember 2008.
  6. [1] CSIFiles.com interview with Rory Cochrane, dated September 22, 2004.
  7. Adam Rodriguez Returns To CSI: Miami Geymt 26 júlí 2011 í Wayback Machine Delko returns permanently to his old job in the CSI lab.
  8. [2] BBC News article on world's most popular shows

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]