CSI: NY

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
CSI: NY
Einkennismerki CSI: New York
Einnig þekkt semCSI: NY
TegundLögreglu réttarrannsóknir, Drama
ÞróunAnthony E. Zuiker, Carol Mendelsohn, Ann Donahue
LeikararGary Sinise
Sela Ward
Carmine Giovinazzo
Anna Belknap
Robert Joy
A.J. Buckley
Hill Harper
Eddie Cahill
Melina Kanakaredes
Vanessa Ferlito
UpprunalandBandaríkin
Kanada
FrummálEnska
Fjöldi þáttaraða9
Fjöldi þátta195
Framleiðsla
StaðsetningNew York
Lengd þáttar40-45 mín
Útsending
Upprunaleg sjónvarpsstöðCBS
Myndframsetning480i (SDTV)
1081i (HDTV)
Sýnt22. september 2004-22. febrúar 2013 –
Tenglar
Vefsíða
IMDb tengill

CSI: NY (Crime Scene Investigation: New York) er bandarískur sjónvarpsþáttur sem fylgir eftir réttarrannsóknarmönnum New York borgar og rannsóknum þeirra. Þátturinn var þróaður af Anthony E. Zuiker, Carol Mendelsohn og Ann Donahue.

Framleiddar voru níu þáttaraðir og var fyrsti þátturinn sýndur 9. maí 2002 í þætti af CSI: Miami. CSI: NY er systur þáttaröð CSI: Crime Scene Investigation og CSI: Miami.

Framleiðsla[breyta | breyta frumkóða]

Framleiðendur[breyta | breyta frumkóða]

Þátturinn var framleiddur í samvinnu við kanadíska fjölmiðlafyrirtækið Alliance Atlantis og CBS Television Studios, en er núna aðeins framleiddur af CBS Television Studios.

Þann 10. maí 2013, tilkynnti CBS að þátturinn hafi verið aflýst.[1]

Tökustaðir[breyta | breyta frumkóða]

Innisenur eru teknar upp í CBS Studio Center í Los Angeles, Kaliforníu. Margar útisenur eru teknar upp í miðbæ Los Angeles sem líkjast hverfum New York. Yfirlitstökur og útitökur eru teknar í sjálfri New York borginni þegar á við. [2]

Söguþráður[breyta | breyta frumkóða]

Þátturinn fylgir eftir New York réttarrannsóknar liði sem notar nýjustu tækni við rannsókn glæpamála. CSI liðið er stýrt af Rannsóknarfulltrúanum Mac Taylor (Gary Sinise) sem lifir fyrir vinnuna sína og er fyrrum sjóliði sem tók þátt í flugskeytaárás á Írak. Telur hann að allt sé tengt og allir hafi sögu að segja. Nýjasti meðlimur liðsins er Rannsóknarfulltrúinn Josephine “Jo‘‘ Danville (Sela Ward) frá Washington DC. Drifkraftur hennar er umhyggja fyrir fórnarlömbum. Auk þeirra eru í liðinu Danny Messer (Carmine Giovinazzo), sem er hress, en á erfiðleika heima fyrir, sem að hann notar mikið í starfi sínu. Messer var handvalinn af Mac í liðið og reynir hann að standast þann heiður og ábyrgð á hverjum degi. Sheldon Hawkes (Hill Harper) er fyrrverandi réttarlæknir liðsins sem færði sig yfir í rannsóknarstofuna. Ásamt þeim er Don Flack (Eddie Cahill), harður en virtur rannsóknarlögreglumaður með góðan húmor og úr fjölskyldu sem hefur mestöll unnið við lögreglustörf. Lindsay Monroe Messer (Anna Belknap), ung og virk CSI rannsóknarkona frá Montana sem er tilbúin að taka hvaða starf að sér en er hlédræg þegar kemur að upplýsa um leyndarmál sitt sem fékk hana til að taka að sér starfið. Lindsay og Danny eru gift og eina dóttur, Lucy. Aðstoðarmenn liðsins eru rannsóknarstofurottan Adam Ross (A.J. Buckley) og hinn sérvitri réttarlæknir Dr. Sid Hammerback (Robert Joy).

Söguþráðs skipti[breyta | breyta frumkóða]

CSI: NY var gerður út frá þætti í annarri þáttaröð af CSI: Miami titlaður MIA/NYC Nonstop sem var frumsýndur 17. maí 2004. Í þeim þætti fer Horatio til NY í leit sinni að morðingja sem drap foreldra ungrar stúlku.

CSI: NY hafði önnur söguþráðs skipti í seríu tvö í þættinum, Manhattan Manhunt þegar Henry Darius flýr til New York og Horatio fylgir Mac til þess að klára rannsóknina. Áður hafði Mac Taylor komið til til Miami til að aðstoða Horatio í að elta uppi Henry Darius í CSI: Miami þættinum Felony Flight.

Í þriðju seríunni í þættinum Cold Reveal hafði CSI: NY söguþráðs skipti við Cold Case þegar rannsóknarfulltrúinn Scotty Valens ferðast til NY til að rannsaka gamalt morðmál tengt Stellu. Þetta er fyrsti þátturinn sem persónur úr öðrum þáttum en CSI veldinu hafa söguþráðs skipti í CSI-þætti.

Í seríu sex, hefur CSI: NY þriggja hluta söguþráðs skipti við CSI: Crime Scene Investigation og CSI: Miami með Laurence Fishburne sem Raymond Langston í aðalhlutverki.[3]

Í seríu níu, hefur CSI: NY söguþráðs skipti við CSI: Crime Scene Investigation. Í CSI þættinum In Vino Veritas ferðaast Mac til Las Vegas til að hitta Christine kærustu sína, nema hann kemst að því að hún er týnd. Í CSI: NY þættinum Seth and Apep þá ferðast Mac og D.B. Russell til New York í leit sinni að Christine.

Leikaraskipti[breyta | breyta frumkóða]

Leikkonan Vanessa Ferlito yfirgaf þáttinn eftir aðra þáttaröðina og í staðinn kom leikkonan Anna Belknap í byrjun þriðju þáttaraðar. Í lok sjöttu þáttaraðarinnar þá yfirgefur leikkonan Melina Kanakaredes þáttinn og í staðinn kom leikkonan Sela Ward.

Persónur[breyta | breyta frumkóða]

Leikari Persóna Starf Sería
1 2 3 4 5 6 7 8 9
Gary Sinise Mac Taylor CSI Stig 3 / Yfirmaður CSI deildarinnar Aðal
Sela Ward Josephine "Jo" Danville CSI Stig3 /Aðstoðaryfirmaður deildarinnar Aðal
Carmine Giovinazzo Danny Messer CSI Stig 3 Aðal
Anna Belknap Lindsay Messer CSI Stig 3 Aðal
Robert Joy Dr. Sid Hammerback Yfir réttarlæknir Auka Aðal
A.J. Buckley Adam Ross Sérfræðingur á rannsóknarstofuni Auka Aðal
Hill Harper Dr. Sheldon Hawkes CSI Stig 2 Aðal
Eddie Cahill Donald "Don" Flack NYPD Rannsóknarfulltrúi Aðal
Vanessa Ferlito Aiden Burn CSI Stig 2 Aðal
Melina Kanakaredes Stella Bonasera CSI Stig 3/Aðstoðaryfirmaður deildarinnar Aðal

Aðalpersónur[breyta | breyta frumkóða]

  • CSI yfirmaður: Rannsóknarfulltrúinn Mac Taylor er yfirmaður New York rannsóknarstofunnar. Fæddur og uppalinn í Chicago þar sem hann hugðist ganga til liðs við lögregluna þar en ákvað frekar að ganga til liðs við NYPD lögregluna. Missti eiginkonu sína Claire Conrad Taylor í árásunum 11.september, 2001, sem hefur enn áhrif á hann. Veldur það oft svefnleysi hjá honum, vitað er að hann geymir blöðru/bolta inn í skáp hjá sér sem inniheldur andardrátt konu sinnar. Var Majór í bandaríska sjóhernum og er mjög stoltur af því að hafa sinnt þjónustu sinni fyrir landið sitt.
  • CSI Stig 3 aðstoðar yfirmaður: Rannsóknarfulltrúinn Josephine (Jo) Danville kemur frá Virginíu sem vann áður hjá Bandarísku Alríkislögreglunni (FBI). Starfsreynsla hennar tengist DNA rannsóknum og sjónarmið hennar er að allir eru saklausir þangað til vísindin segja annað. Hefur bakrunn í atferlisfræði. Á ættleidda dóttur og á fyrsta vinnudeginum sínum í NY þá labbaði hún fram á lík af ungri konu.
  • CSI Stig 3: Danny Messer aldist upp í NY hjá fjölskyldu sem var alltaf undir smásjánni af lögreglunni. Hefur hann notað hæfileika sína beggja vegna laganna. Átti stuttan tónlistarferil og var einu sinni frábær hafnarboltaleikmaður.
  • CSI Stig 3: Lindsay Monroe Messer vann áður sem CSI í Montana og uppfyllti loks draums sinn að vinna við NY rannsóknarstofuna. Var fórnarlamb alvarlegs glæps tíu árum áður en hún flutti til NY sem ýtir henni áfram í starfinu sínu.
  • Yfir réttarlæknirinn: Dr. Sid Hammerback er réttarlæknir og er oft sýndur sem ofur-gáfaðu sérvitringur sem ákvað að verða réttarlæknir í stað þess að vera kokkur. Á það til að tala mikið og segja of mikið frá, sem Sheldon Hawkes kallar að verða óhugnarlegur. Þrátt fyrir þessar sérvitranir þá hugsar hann vel um samstarfsmenn sína.
  • Sérfræðingur á rannsóknarstofunni: Adam Ross er frá Phoenix, Arizona og sérhæfir sig í snefilefnum. Aðstoðar hann oft CSI liðið á vettvangi við söfnun sönnunargagna eða við endursköpun glæpsins.
  • CSI Stig 2: Dr. Sheldon Hawkes er fyrrverandi réttarlæknir hjá NY skrifstofunni. Hann var barn snillingur og útskrifaðist úr háskóla 18 ára gamall og skurðlæknir aðeins 24 ára.
  • NYPD Rannsóknarfulltrúinn: Donald (Don) Flack Jr., kemur frá fjölskyldu lögreglumanna. Hann tileinkar sér bæði gamlar og nýjar lögregluaðferðir. Hann hefur mikinn húmor en hefur enga þolinmæði fyrir afbrotamönnum. Aðferðir hans eru taldar vera á mörkum velsæmis, en samt áhrifaríkar. Hann og Danny eru mjög góðir vinir og aðstoða hvorn annan mikið í starfi og í einkalífinu.

Fyrrverandi persónur[breyta | breyta frumkóða]

  • CSI Stig 3 Aðstoðar umsjónarmaður: Stella Bonasera þykir mjög vænt um starf sitt vegna sterks persónuleika og hversu ákveðin hún er í fari sínu. Er hálf-grísk og hálf-ítölsk og ólst upp hjá mismunandi fósturfjölskyldum eftir andlát móður sinnar í bílslysi, einungis tveggja ára að aldri. Vegna þess að leikkonan Melina Kanakaredes skrifaði ekki undir nýjan samning fyrir seríu 7, þá er Stella flutt til New Orleans sem hinn nýji yfirmaður CSI liðsins þar.
  • CSI Stig 3: Aiden Burn er frá Brooklyn, NY og er fljótt að koma sér fyrir við nýjar aðstæður. Er rekin í seríu 2 eftir að upp kemst að hún falsaði sönnunargögn í nauðgunarmáli sem hafði haft mikil áhrif á hana. Var síðan myrt og brennd af nauðgaranum DJ. Pratt sem hún hafði lengi verið að fylgjast með.

Þáttaraðir[breyta | breyta frumkóða]

Pilot - CSI NY[breyta | breyta frumkóða]

Titill= MIA/NYC Nonstop
Höfundur= Anthony E. Zuiker, Ann Donahue og Carol Mendelsohn
Leikstjóri= Danny Cannon
Dagur= 17. maí 2004
Þáttur nr= 1
Framl. nr.= 223

Ung stúlka kemur heim eftir partýstand og finnur foreldra sína myrta, rannsóknin leiðir Horatio til New York í leit sinni að morðingjanum. Í NY hittir Horatio, Mac Taylor yfirmann CSI rannsóknarstofunnar í NY sem er að rannsaka morð á leynilögreglumanni, sem virðist vera aðalsökudólgurinn í máli Horatio í Miami. Rannsókn á morði lögreglumannsins leiðir í ljós að hefur verið látinn í 72 tíma og gat ekki verið í Miami þegar morðin áttu sér stað. Við frekari rannsókn komast Horatio og Taylor að því að hinn raunverulegi morðingi hafi drepið lögreglumanninn og notað nafn hans til þess að fara til Miami og er enn ófundinn.

Fyrsta þáttaröð[breyta | breyta frumkóða]

Önnur þáttaröð[breyta | breyta frumkóða]

Þriðja þáttaröð[breyta | breyta frumkóða]

Fjórða þáttaröð[breyta | breyta frumkóða]

Fimmta þáttaröð[breyta | breyta frumkóða]

Sjötta þáttaröð[breyta | breyta frumkóða]

Sjöunda þáttaröð[breyta | breyta frumkóða]

Áttunda þáttaröð[breyta | breyta frumkóða]

Níunda þáttaröð[breyta | breyta frumkóða]

Verðlaun og tilnefningar[breyta | breyta frumkóða]

American Society of Cinematographers

  • 2005: Tilnfendur fyrir bestu kvikmyndatökuna fyrir A Man A Mile – Chris Manley.

BMI Film & TV verðlaunin

  • 2009: Verðlaun fyrir bestu tónlistina – Pete Townshend og Bill Brown.
  • 2008: Verðlaun fyrir bestu tónlistina – Peter Townshend og Bill Brown.
  • 2005: Verðlaun fyrir bestu tónlistina – Peter Townshend og Bill Brown.

Emmy verðlaunin

  • 2011: Tilnefndur fyrir bestu hljóðklippingu Life Sentence – Mark Relyea, David Barbee, James Bailey, Joseph T. Sabella, Kevin McCullough, Edmund J. Lachmann, Ruth Adelman og Joshua Winget.
  • 2009: Tilnefndur sem besti gestaleikari í dramaseríu – Edward Asner.
  • 2008: Tilnefndur fyrir bestu áhættuleikstjórn fyrir Playing with Matches – Norman Howell.
  • 2007: Tilnefndur fyrir bestu áhættuleikstjón fyrir Sleight Out Of Hand – Norman Howell.
  • 2006: Tilnefndur fyrir bestu förðunina (ekki-gervi) fyrir Wasted – Perri Sorel, Rela Martine, James MacKinnon og John Goodwin.

Image verðlaunin

  • 2011: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu – Hill Harper.
  • 2010: Verðlaun sem besti leikari í dramaseríu – Hill Harper.
  • 2009: Verðlaun sem besti leikari í dramaeríu – Hill Harper.
  • 2008: Verðlaun sem besti leikari í dramaseríu – Hill Harper.
  • 2007: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu – Hill Harper.
  • 2006: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu – Hill Harper.
  • 2005: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu – Hill Harper.

Motion Picture Sound Editors

  • 2010: Tilnefndur fyrir bestu hljóðklippingu í stuttu talformi og ADR fyrir Manhattanhenge.
  • 2010: Tilnefndur fyrir bestu hljóðklippingu í stuttu talformi og ADR fyrir Manhattanhenge – Edmund J. Lachmann, Ruth Adelman og Mark Relyea.
  • 2010: Tilnefndur fyrir bestu hljóðklippingu í stuttu hljóðbrelluformi og Foley fyrir Cuckoo´s Nest.
  • 2010: Tilnefndur fyrir bestu hljóðklippingu í stuttu hljóðbrelluformi og Foley fyrir Cuckoo´s Nest – Mark Relyea, James Bailey, Kevin McCullough, David Barbee og Joseph T. Sabella.
  • 2009: Tilnefndur fyrir bestu hljóðklippingu í stuttu talformi og ADR fyrir Hostage – George Haddad, Edmund J. Lachmann og Ruth Adelman.
  • 2007: Tilnefndur fyrir bestu hljóðklippingu í stuttu hljóðbrelluformi og Foley fyrir Change of This Post – George Haddad, David Barbee, Joseph T. Sabella og Zane D. Bruce.
  • 2006: Tilnefndur fyrir bestu hljóðklippingu í stuttu hljóðbrelluformi og Foley fyrir Jamalot – George Haddad, David Barbee, Lisle Engle, Zane D. Bruce, Shane Bruce, Joseph T. Sabella og Jeff Gunn.
  • 2005: Tilnefndur fyrir bestu hljóðklippingu í stuttu talformi og ADR fyrir Outside Man – George Haddad, David Barbee, Edmund J. Lachmann og Tim Kimmel.
  • 2005: Tilnefndur fyrir bestu hljóðklippingu í stuttu hljóðbrelluformi og Foley fyrir Officer Blue – George Haddad og David Barbee.

People´s Choice verðlaunin

  • 2005: Tilnefndur sem besta nýja dramaserían.

Útgáfa[breyta | breyta frumkóða]

Bækur[breyta | breyta frumkóða]

Titill Höfundur Útgáfudagur
Dead of Winter Stuart M. Kaminsky Ágúst 2005
Blood on the Sun Stuart M. Kaminsky Mars 2006
Deluge Stuart M. Kaminsky Maí 2007
Four Walls Keith R.A. DeCandido Maí 2008

DVD[breyta | breyta frumkóða]

DVD nafn Ep # Útgáfudagur
Svæði 1 Svæði 2 Svæði 4
Heil sería Heil sería Heil sería
Sería 1 22 18. október, 2005 1. mars, 2010 13. febrúar, 2007
Sería 2 24 17. október, 2006 1. mars, 2010 7. febrúar, 2007
Sería 3 24 9. október, 2007 1. mars, 2010 4. mars, 2009
Sería 4 21 23. september, 2008 1. mars, 2010 19. október, 2009
Sería 5 25 29. september, 2009 1. mars, 2010 11. janúar, 2012
Sería 6 23 26. október, 2010 20. september, 2010 24. október, 2012
Sería 7 22 27. september, 2010 9. janúar, 2012 13. mars, 2013
Sería 8 18 25. september, 2012 24. júní, 2013 NA
Sería 9 18 25. júní, 2013 NA NA

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Goldberg, Lesley (May 10, 2013). "CBS Cancels CSI: NY After Nine Seasons". The Hollywood Reporter. Retrieved May 10, 2013.
  2. [1]. IMDB. Skoðað 6. Nóvember 2010.
  3. Batallones, Henrik. „Langston Goes Cross-Country: The Whole ‚CSI‘ Franchise Does A Crossover“ Geymt 23 október 2012 í Wayback Machine. BuddyTV, 7. ágúst 2009. Skoðað 7. nóvember 2010.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tenngt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikivitnun er með safn tilvitnana á síðunni