Fara í innihald

Bjarnarfjarðará

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Bjarnarfjarðará er dragá í Bjarnarfirði á Ströndum. Hún er er í Kaldrananeshreppi.

Hana mynda Goðdalsá og Sunndalsá. Í sjó fellur hún í samnefndan fjörð, skammt innan við Kaldrananes við norðanverðan Bjarnarfjarðarháls.

Bjarnarfjarðarháls er á milli Steingrímsfjarðar og Bjarnarfjarðar. Um hann liggur vegurinn 643. Mörg vötn og tjarnir finnst à hálsinum. Af þessum stærst er Urriðavatn og þar er silungsveiði eins og í anni.[1]

Í Bjarnarfjarðará er sjóbleikjuveiði og einstaka lax gengur í hana. Sjóbleikja er í ánni í ríkum mæli enda áin þekkt sem afar góð bleikjuá.

Auðvelt er að komast að ánni þar sem þjóðvegurinn norður á Strandir liggur yfir ána.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Vegahandbókin. Ferðahandbókin þín. Landmælingar Íslands og Vegahandbókin. 2014, bls. 319