Bjarnarfjörður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Klúka í Bjarnarfirði: Þessi hús á Klúku voru rifin árið 2001.

Bjarnarfjörður gengur vestur úr Húnaflóa og er næsti fjörður norðan við Steingrímsfjörð. Bjarnarfjörður tilheyrir Kaldrananeshreppi þar sem Drangsnes er eina þéttbýlið. Bjarnarfjarðará liðast niður dalinn og hefur safnað vatni ofan af Trékyllisheiði. Ágæt bleikjuveiði er í Bjarnarfjarðará.

Kirkjustaðurinn í Bjarnarfirði er á Kaldrananesi, sunnanmegin við fjörðinn. Þar er kirkja sem byggð var árið 1851. Laglega hlaðinn grjótgarður er í kringum kirkjugarðinn.

Gvendarlaug hins góða í Bjarnarfirði á Ströndum.
Kort sem sýnir örnefni í Bjarnarfirði og nágrenni.

Búskapur hefur farið minnkandi í Bjarnarfirði undanfarin ár og nú er einungis hefðbundinn búskapur á tveim bæjum, í Odda og á Kaldrananesi.

Á Laugarhóli var skóli sveitarinnar í árafjöld en nú er rekið þar hótel árið um kring,[1]. Þar er einnig sundlaug sem kallast Gvendarlaug eftir Guðmundi góða biskup, sem vígði vatnið í eldri laug ofan við núverandi sundlaug.

Kotbýli kuklarans er skammt frá lauginni en það er annar áfangi Galdrasýninga á Ströndum.[2]

Áform eru um nokkuð stórtæka skógrækt í Bjarnarfirði en þar eru veður mjög hagstæð.

Tvær akleiðir eru í Bjarnarfjörð að sunnan. Annars vegar yfir Bjarnarfjarðarháls og hinsvegar út Steingrímsfjörð að norðanverðu eftir Selströnd og áfram í gegnum Drangsnes

Þegar ekið er áfram norður úr Bjarnarfirði er ekið eftir Bölum þar til komið er í Kaldbaksvík. Þá er stutt í Árneshrepp þar sem eru nyrstu byggðu ból á Ströndum. Samkvæmt Landnámabók heítir fjörðurinn eftir landnámsmanninum Birni. Hann er ekki ættfærður í Landnámu og ekki getið um landnámsjörðina en sagt er að kona hans hafi heitið Ljúfa og sonur þeirra Svanur og búið á Svanshóli.

Jarðir í Bjarnarfirði[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]