Fara í innihald

Benedikt Jóhannesson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Benedikt Jóhannesson
Fjármála- og efnahagsráðherra Íslands
Í embætti
11. janúar 2017 – 30. nóvember 2017
ForsætisráðherraBjarni Benediktsson
ForveriBjarni Benediktsson
EftirmaðurBjarni Benediktsson
Formaður Viðreisnar
Í embætti
24. maí 2016 – 11. október 2017
Forveriembætti stofnað
EftirmaðurÞorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Alþingismaður
frá til  kjördæmi    þingflokkur
2016 2017  Norðaustur  Viðreisn
Persónulegar upplýsingar
Fæddur4. maí 1955 (1955-05-04) (69 ára)
Reykjavík
StjórnmálaflokkurViðreisn
MakiVigdís Jónsdóttir
Börn3
MenntunTölfræði og stærðfræði
HáskóliUniversity of Wisconsin(en)
Florida State University(en)
Æviágrip á vef Alþingis

Benedikt Jóhannesson (f. 4. maí 1955) er stofnandi og fyrrverandi formaður stjórnmálaflokksins Viðreisnar. Benedikt er með doktorsgráðu í tölfræði og stærðfræði og hefur rekið ráðgjafarfyrirtækið Talnakönnun og útgáfufélagið Heimur.[1]

Áður en Benedikt stofnaði Viðreisn var hann félagi í Sjálfstæðisflokknum, en sagði sig úr honum árið 2014 vegna ágreinings um afstöðu til Evrópusambandsaðildar, sem Benedikt hafði stutt.[2] Benedikt var kjörinn fyrsti formaður Viðreisnar á stofnfundi flokksins þann 24. maí 2016.[3] Benedikt skipaði fyrsta sæti á lista Viðreisnar í Alþingiskosningunum 2016 í Norðausturkjördæmi.[4] Benedikt var skipaður fjármálaráðherra árið 2017 og var veitt lausn frá því embætti sama ár.

Árið 2021 ætlaði Benedikt að bjóða sig fram í 1. sæti Viðreisnar á Suðvesturhorninu fyrir Alþingiskosningar 2021. Honum var boðið heiðurssæti af uppstillingarnefnd sem hann þáði ekki. Í kjölfarið vildi hann afsökunarbeiðni en fékk ekki. Hann var því ekki á framboðslista flokksins.[5]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Benedikt Jóhannesson - Æviágrip þingmanna frá 1845“. Alþingi.
  2. Jón Bjarki Magnússon (9. október 2016). „Nýja fólkið sem tekur völdin“. Heimildin. Sótt 24. nóvember 2024.
  3. „Benedikt formaður Viðreisnar“. Morgunblaðið. 13. maí 2016. Sótt 24. nóvember 2024.
  4. Þórður Snær Júlíusson (2. september 2016). „Benedikt Jóhannesson fram fyrir Viðreisn í Norðausturkjördæmi“. Kjarninn. Sótt 24. nóvember 2024.
  5. Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir (27. maí 2021). „Bene­dikt segist ekki hafa af­þakkað 2. sætið“. Vísir.is. Sótt 24. nóvember 2024.