Beinar aðgerðir
Bein aðgerð (e. direct action) er það nefnt þegar hópur fólks grípur til aðgerða til að varpa ljósi á samfélagsleg vandamál, vekja athygli á málstað eða sýna fram á mögulega lausn þeirra. Það geta verið aðgerðir án ofbeldis, eða sjaldnast ofbeldis, sem beinast að einstaklingum, hópum, fyrirtækjum, stofnunum eða yfirvöldum sem viðkomandi mislíkar við hegðun eða athafnir.
Dæmi um beinar aðgerðir eru verkföll, hústaka, hertaka vinnustaða eða skóla, setuverkföll, skattamótmæli, veggjakrot, skemmdarverk, tölvuárásir, eignarspjöll, hindranir aðgangs eða aðrar samfélagslegar aðferðir. Á hinnbóginn eru stjórnmála- og aðrar kosningar, samningaviðræður og gerðardómar ekki skilgreind sem beinar aðgerðir þar sem það eru viðurkenndar pólitískar og samfélagslegar aðferðir.
Aðferðir án ofbeldis eru stundum í formi borgaralegrar óhlýðni og geta falið í sér hverskonar vísvitandi lögbrot þar sem fólk setja sig í aðstæður sem kalla á handtöku í því skyni að koma pólitískum boðskap á framfæri, meðan hinsvegar eru löglega boðuð verkföll aðferð til mótmæla sem ekki má handtaka fólk fyrir.
Almennt eru beinar aðgerðir notaðar af þeim sem vilja samfélagslegar breytingar og sérstaklega hafa beinar aðgerðir án ofbeldis í gegnum tíðina verið hluti af aðferðum samtaka sem barist hafa fyrir samfélagslegum umbótum.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Direct action“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 18. október 2012.